Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 16
328 ÚTVARPSTÍÐINDI kjólanna sinna, og hversu mjúklega hefði skrjáfað í þeim, þegar hún gekk um samkvæmissalina. — En skyndilega hætti hún að hugsa um þessa hluti, því að nú heyrði hún að gengið var hratt um húsið. Hann var kominn! Hjartað barðist í brjósti hennar, er hún heyrði fótatakið nálgazt. Svo gekk Jón inn í herberg- ið og litaðist um. „Katrín, hvar ertu! Ert þú ekki hér?“ kallaði hann. Ekkert svar. „Hvílíkt hús! Lyftan alltaf í ólagi, og Katrín ekki komin heim, hvað hefur hún verið að gera! Já, þvílíki heimili!“ Hann gekk eyrðarlaus og gramur fram og aftur um herbergið. Síðan fékk hann sér sæti og fór að fletta dagblaði, en allt í einu kom hann auga á bréfið .... Undarlegt! hugs- aði hann .... Bréf til mín frá Katrínu, konunni minni. Hvað stend- ur til! Hann braut upp bréfið. Frú Katrín náði varla andanum og var í æsingu af eftirvæntingu, þar sem hún stóð bak við glugga- tjaldið og horfði á hann lesa bréfið. Hún beið og blíndi á hann. En . . en, nei, engin geðshræring sjáanleg. Hann skipti ekki litum núna eins og forðum. En allt í einu varp hann öndinni, næstum léttilega, og svo stikaði hann fram í forstofu að símanum. Honum var mikið niðri fyrir. Hann ætlaði varla að geta valið númerið, en þeg- ar hann náði loksins sambandi, hrópaði hann næstum tryllingslega og áfergjulega í símann: „Halló. Já, ert það þú, elskan mín? Hér hefur gerzt nokkuð furðu- legt, ég vil segja dásamlegt — fyrir Ágæt bók til skemmtilesturs eftir JAMES M. CAIN. PullyrÖa niá, að í'áar skemmtibœkur hafi vakið eins mikla athygli hér á síðari árum og sagan „Pósturinn hringir alltaf tvisvar“, sem þýdd var á íslenzku og gefin út á stríðsár- unum. Að vísu þótti fólki hún nokkuð „]jót“ á köflum, en allt fyrir það las það hana og skemmti sér við hana. Nú er komin út önnur saga eftir sama höfund, „Tvöfaldar skaðabætur“ og má fullyrða, að hún sé ekki síðri en „Pósturinn“, enda er hún af er- lendum ritdómurum talin ein snjall- asta afbrotasaga þessa ameríska höf- undar. „Tvöfaldar skaðabætur" fjallar um unga nvátryggingarmann, sem lendir í klónum á fagurri en samviskulausri konu, sem leikur sér að honurn og hefur liann til óhæfuvei-ka. En þegar hann ætlar að ]osa sig úr neti hennar, flækist hann enn fastar í því — og örlög þeirra verða hin sömu. Konan fagi'a er heldur ekki seinni til að ákveða þau úrslitaörlög, en hún var í því að skipuleggja afbrot þeirra og athafnir, meðan hún og þau bæði liöfðu lífið fyrir sér. Sumir munu telja, að hér sé um að ræða afbrotasögu, en svo er þó í raun og veru ekki. Cain er heiðar- legur höfundur og afburðasnjall. Af- brotin eru ekki aðalatriði sagna hans, heldur það hvert þau leiða mennina. HELGAFELL GARÐASTRÆTI 17. REÝKJAVÍK SÍMI 5314

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.