Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 21

Útvarpstíðindi - 13.09.1948, Blaðsíða 21
ÚTVARPSTÍÐINDI 333 Auglýsing um kennslu og einkaskóla Berklavarnalögin mæla svo fyrir: „Enginn, sem hefur smit- andi berklaveiki, má fást við kennslu í skólum, heimiliskennslu né einkakennslu. Engan nemanda með smitandi berklaveiki má taka í skóla, til kennslu á heimili eða til einkakennslu. Engan nemanda má taka til kennslu, þar sem sjúklingur með smitandi berklaveiki dvelur“. Allir þeir, sem stunda xtla kennstu d komandi hausti og vetri eru því beðnir að senda tilskilin vottorð fyrir sig og nemendur sína á skrifstofu mína, hið allra fyrsta og mega þau ekki vera eldri en mánaðargömul. Æskilegt er, að kennarar hafi heil- brigðisvottorð frá Berklavarnastöðinni. Þá er ennfremur svo fyrirmælt í ofangreindum lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þess skrif- legt leyfi lögreglustjóra, og skal það leyfi eigi veitt, nema héraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað fullnægja heilbrigðiskröf- um, enda liggi fyrir tilskilin læknisvottorð um, að hvorki kennari eða aðrir á heimilinu né neinn nemendanna séu haldnir smitandi berklaveiki". Þeir, sem hafa í hyggju að halda einkaskóla, eru því áminntir um að senda umspknir sínar til lögreglustjórans hið allra fyrsta, ásamt tilskildum vottorðum. Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einkaskóla, smáa se mstóra, er áður hafa starfað í bænum. Umsóknir um slika einkaskóla utan lögsagnarumdæmis Reykja- víkur, en innan takmarka læknishéraðsins, má senda á skrif- stofu mína. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 7. sept. 1948. Magnús Pétursson.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.