Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 3
ÚTVARPSTÍÐINDI 387 koma út hálfsrnánaðarlega. Árgangurinn kostar kr. 25.00 og grciöist fyrirfram. — Uppsögn er hundin við áramót. — Afgreiðsla Brávallagötu 60. Sími 5046. Heima- slini afgrciðslu 5441. l’ósthox 907. Ctgefcindi: H.f. Hlustandinn. Prentað í fsafoldarprentsmiðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarnrenn: Vilhjálm- ur S. Vilhjdlmsson, Brávallagötu 50, sími 4903, og Þorslcinn Jósepsson, Grettisgötu 86. Vetrardagskráin UM ÞESSAR MUNDIR er út- varpsráð að leggja síðustu hönd á skipulagningu vetrardagskrárinnar. Þó er því verki ekki svo langt kom- ið, að hægt sé að skýra nákvæmlega frá því í einstökum atriðum og sízt hverjir muni koma fram í hinum ýmsu þáttum. En samkvæmt upp- lýsingum, sem Útvarpstíðindi fengu hjá skrifstofu útvarpsráðs um leið og blaðið var að fara í prentun, eru þetta helztu atriðin í stórum drátt- um. Nokkur breyting er fyrirhuguð á kvöldvökunum í vetur. Kvöldvökur verða vikulega, á miðvikudögum. Aðra vikuna verða kvöldvökurnar með sama sniði og verið hefur und- anfarin ár, en hina vikuna verður reynt að hafa samfellt efni. Verður þá til dæmis tekið ákveðið efni fyrir og því gerð sem bezt skil í heild, en ekki í þáttum. Munu ýmsir koma fram í þessum kvöldvökum í máli og músik. Má vel vera, að hér sé fundið form, sem muni vel gefast. Að minnsta kosti fagna hlustendur því, þegar bryddað er upp á nýj- ungum. Andrés Björnsson, fulltrúi útvarps- ráðs, mun lesa fornsögur í vetur. Islendingasögur munu ekki verða teknar til lesturs og munu kannske einhverjir mótmæla því, en hann mun taka aðrar sögur, sem njóta mikilla vinsælda og öll eldri kyn- slóðin þekkir, Fornaldarsögur Norð- urlanda. Og mun hann byrja með að lesa Hrólfs sögu kraka. Þá er í ráði að taka upp tvo alveg nýja þætti. Skákþátt og Bridgeþátt, en þetta eru beztu samkvæmisleikir nútímans og hafa náð miklum vin- sældum hér. Mun Guðmundur Arn- laugsson magister, en hann er góður fræðimaður í skák, sjá um skákþátt- inn, en Árni M. Jónsson stórkaup- maður, sem er einn af fremstu bridgespilamönnum landsins, sjá um bridgeþáttinn. Er sjálfsagt t. d. fyrir skákunnendur að fylgjast vel með þætti Guðmundar og tefla við hann í þáttunum. Ný útvarpssaga hefst með vetrar- komu. Er það sagan af Jakob eftir norska öndvegisskáldið Alexander Kielland, en þetta var síðasta skáld- saga hans. Bárður Jakobsson lög- fræðingur, sem eitt sinn var tíður gestur í útvarpssal og naut mikilla vinsælda, hefur þýtt söguna og mun flytja hana. Þetta er ekki mjög löng saga, að líkindum mátulega löng og að því leyti eins og hlustendur munu vilja hafa útvarpssögur. Er sagan þrungin miklum örlögum og sterkum.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.