Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 6
SðO ÚTVARPSTÍÐINDI Sjónvarpstœkið er lengst til hœgrij síðan útvarpstœkið, þá grammófónninn, og plötusafnið. — Fallegt, en dýrt. teknisku hlið tækjanna, og valdi það oft meira eftir ytra útliti en innri gæðum. Lengi framan af voru þó útvarpstækin á eftir tízkunni í hús- gagnasmíði, þar sem verksmiðjurnar voru afturhaldssamar og þorðu ekki að senda á markaðinn tæki, sem voru í stíl við nýtízku húsgögn. Kann að vera, að þessi varkárni hafi verið réttlætanleg, því að allur almenn- ingur fór sér hægt í því að veita „fúnkishúsgögnum" áranna fyrir stríð blessun sína. Eftir styrjöldina hefur þetta ger- breytzt. Hver verksmiðjan á fætur annarri hefur sent á markaðinn ný útvarpstæki, sem eru einföld, hafa sterkar og svipmiklar línur og stand- ast samanburð við þau húsgögn, sem nýjust eru og lengst á undan sam- tíð sinni. Viðtækjaverksmiðjunum er þó ljóst, að slíkt útlit er enn ekki að skapi allra, og hafa þær því jafnhliða framleitt tæki, sem eru að útliti eins og eldri húsgögn og viður- kenndari, og mun sala slíkra tækja ekki vera minni en þeirra nýsniðnu. Útlit útvarpstækja fer nú mikið eftir stærð þeirra. Lítil borðtæki eru yfirleitt mjög í stíl við samtíðina, enda eru þau ekki eins veigamikil húsgögn og stærri tækin, til dæmis útvarpsgrammófónar. Þessi stærri tæki eru yfirleitt framleidd af ýms- um gerðum, bæði spánnýjum og í stíl við eldri húsgögn. Þykir fólki og meiri þörf á því að slík tæki séu í fullu samræmi við húsgögn um- hverfisins, þar sem tækið stendur. Síðustu tvö til þrjú ár má segja, að nýr kafli hefjist í sögu útvarps- smíða. Hefur sjónvarpið valdið þeim kaflaskiptum, þar sem sjónvarps- flöturinn fellur betur inn í hinn nýja svip útvarpstækja, þótt hann hafi einnig verið felldur inn í kassa, sem eru í stíl við eldri húsgögn. Þá hefur og komið til sögunnar tví- kynjungur, sem kalla má, en það er samstæða með útvarpstæki, sjón- varpstæki og grammófón. Sýna myndir, sem þessari grein fylgja, að áhugamenn um útvarp, tónlist og sjónvarp, sem geta lagt fé í öll þessi tæki, muni í framtíðinni þurfa að ætla þessum tækjum stórum meira

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.