Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 7
ÚTVAKPSTÍÐINDI 391 Frá alþjóðamóti erfðafrœðinga eftir DR. ÁSKEL LÖVE FYRIR TVEIM ÖLDUM síðan, á dögum hinna geysilegu byltinga í náttúrufræði, sem oft eru kenndar við Linné, blómakonunginn sænska, var náttúrufræðin ekki umfangs- meiri en það, að sami maður gat í senn verið grasafræðingur, dýra- fræðingur, jarðfræðingur og læknir og gert öllum þessum greinum jafn- góð skil. Þá þekktu menn samtals um 5000 tegundir jurta og 4200 teg- undir dýra, en nú munu þekktar tegundir jurta nálgast y2 milljón, en dýrin eru um 2y2 milljón talsins. Þekkingin hefir aukizt álíka mikið á öðrum svæðum náttúrufræðinnar, svo að nú er loku fyrir það skotið með öllu, að nokkur einn maður geti kunnað vel nema lítinn hluta þess alls, sem almennt er talið til náttúru- fræði. Enda var svo komið um síð- ustu aldamót, að jafnvel líffræðin var klofin í tvennt eða meira, og síðan hefir sá klofningur aukizt að mun. Nú er enginn til sérfróður á alla þætti grasafræðinnar, svo að eitt dæmi sé nefnt, enginn dýrafræð- ingur jafnvígur á tvær umfangs- miklar greinar dýrafræðinnar, held- rúm í herbergjum sínum en áður. Og þá verða án efa gerðar meiri kröfur til útlits tækjanna en nokkru sinni fyrr. ur telst hver og einn sérfræðingur á tiltölulega þröngu sviði innan þess- ara fræðigreina. Ein þeirra vísindagreina, sem spratt úr dufti líffræðinnar um alda- mótin síðustu og varð fljótt jafnvíg hinum gömlu greinum líffræðinnar og jafnnauðsynleg og þær, hlaut í skírninni nafnið erfðafræði. Frá upphafi var hún ósjálfstæður hluti af grasafræði, dýrafræði og mann- fræði í senn, því að hún hélt áfram rannsóknum, þar sem hinar hættu, þegar þróunarsaga og ættargengi hinna lifandi vera átti í hlut. Sökum þess að lögmál ættgengi og þróunar eru sterkustu stoðir þeirrar afar hagnýtu vísindagreinar, sem kyn- bætur nefnast, reis hin nýja grein líffræðinnar fljótt til valda, sem skyggðu jafnvel á völd hinna gömlu greina, að minnsta kosti í hinum merkustu menningarlöndum, sem í senn eru merkust landbúnaðarlönd jarðar. Þessum völdum hefir erfða- fræðin haldið, enda telja fróðir menn, meðal annarra þeir sérfræð- ingar, sem ritað hafa hin miklu yfirlitsrit um landbúnað heimsins á vegum Bandaríkjastjórnar, að engin líffræðivísindi hafi gefið meiri arð, engir bjargað fleiri mannslífum frá hunguixlauða en þessi vísinda- grein, þótt öll vísindi gefi ætíð þús- undfaldan arð. Það er á vísindum,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.