Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 9
ÚTVARPSTÍÐINDI 393 þar sem menningin telst til slagorða stjórnmálanna. Við fórum loftleiðis til Stokkhólms með viðkomu á Gardermoen utan við Ósló, lögðum af stað frá Reykjavík klukkan tæplega hálf sex, flugum þó ekki frá Keflavík fyrr en um tíu- leytið, en vorum í Stokkhólmi um líkt leyti og verzlunum var lokað. Sjálf ferðin, löndin, sem við sáum, gróðurbeltin á Orkneyjum og í Nor- egi, blómlegar sveitir í þrem lönd- um, væru efni í heilan erindaflokk, en ég get ekki stillt mig um að nefna, hve hissa ég varð, þegar ég tólc eftir muninum á útliti fólksins hér og í Noregi og Svíþjóð. Fólkið er frjálslegra þar, gengur hressi- legar, andlitið ekki jafnguggið, aug- un f jörlegri, í stuttu máli sagt, það lítur allt miklu hraustlegra og glað- ara út en við hér heima. Við gátum okkur þess til, að þessi útlitsmunur ætti rót sína að rekja til bætiefna- skorts heima, skorts á góðum kart- öflum, grænmeti, ávöxtum og berj- um, en vel má vera, að sú getgáta sé röng. Alþjóðamót erfðafræðinga hófst í Lundi á Skáni, þar sem sýna skyldi sem mest af þeirri merku kynbóta- starfsemi, er þar hafir verið. ^ejrin í hálfa öld og talin er hafa valdið rúmum helmingi allrar uppskeru- aukningar í Svíþjóð og nær allri stækkun hins ræktaða lands út fyrir hin gömlu norðurmörk kornsins. Stórir og rúmgóðir strætisvagnar, svipaðir þeim, sem ekur á milli Reykjavíkur og Stokkseyrar, ók okk- ur víða um Skán í vikutíma, en allir bjuggu í Lundi um nætur. Hver kynbótastöð fékk heimsókn daglega, en okkur var skipt í flokka, sem heimsóttu stöðvarnar í ákveðinni röð. Við lentum í flokki með nokkr- um Bandaríkjamönnum, Bretum, Þjóðverja, Austurríkismanni, ítala, Suðurafríkubúa, Indverjum, Nýja- sjálandsbúum, Hawaiibúum og tveim vísindamönnum frá Venezúela, og þótt við hefðum séð alla þessa skánsku staði fyrir nokkrum árum, var þar fjölmargt nýjunga. Á einum stað skoðuðum við harðgerðar ertur, á öðrum stað grasategund, sem gef- ur svo mikið af sér, að uppskeran á Skáni verður helmingi meiri en ef ein bezta mælitegundin er notuð. Hveiti ,sem gefur 15% meiri upp- skeru en bezta Svalövshveitið, feng- um við að sjá á Weibullsholm, og á einum stað nutu allir af gæðum kynbættra jarðarberja. Harðgerðar tegundir ávaxtatrjáa er verið að framleiða á mörgum hekturum lands á nýrri kynbótastöð á Austur-Skáni, en þar eð það tekur að minnsta kosti aldarfjórðung að fá fram hverja nýja tegund ávaxta með kyn- bótum, gátum við ekki fengið að dæma á milli bragðsins hjá hinum nýju eplum að sinni. Lín og hampur sem og humall, sem sennilega geta þrifizt hér á heppilegum stöðum og orðið okkur að miklu liði og sparað mikinn gjaldeyrí, eru kynbættar á enn öðrum stað. Alðvitað fór einna mestur tími í að skoða þær fræði- legu tilraunir, sem framfarir á sviði erfðafræði og jurtakynbóta byggjast á, en þær tilraunir eru nær undan- tekningai’laust gerðar með allskyns illgresi og flugur. Ég skal ekki þreyta ykkur á nánara spjalli um allar þessar sýningar, en heldur fannst mér munur á öllum aðstæð- um kunningja minna í Svíþjóð, og

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.