Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 10
■394 ÚTVARPSTÍÐINDI hér, því að þar hefir hönd hins opin- bera verið með afbrigðum örlát þau þrjú ár, sem við heima höfum ekki einu sinni getað fengið fé til að byggja fyrir gróðurhús né kaupa fyrir nauðsynlegustu áhöld, að ég nefni ekki húsnæði og laun og aðrar aðstæður. Frá Lundi var ekið í steikjandi sólarhita í sérstökum járnbrautar- vagni beint til Stokkhólms. 1 vagn- inum kynntumst við enn fleirum þessa átta tíma, sem ferðin tók, spjölluðum til hægri og vinstri, bæði um almenn mál og erfðafræði. Þar hittum við hinn fræga Theódósíus Dobzhansky, lágvaxinn Rússa um fimmtugt, ætíð spilfjörugan. Hann er höfundur prýðilegs yfirlitsrits um þróun lífveranna, fæddur og uppal- inn í Rússlandi undir handarjaðri byltingarmanna, fór að loknu há- skólanámi til Bandaríkjanna til framhaldsnáms og ílentist þar, þó ekki vegna skoðana sinna. Nú seg- ist hann ekki langa heim, en samt situr hann við gluggann og fyllist barnslegri gleði í hvert sinn, sem honum tekst að eygja jurt, sem hann þekkir að heiman. Jurtir Svíþjóðar og Vestur-Rússlands eru flestar hin- ar sömu, en gróður Bandaríkjanna er vafalaust annarlegur í rússnesk- um augurn hans eftir tveggja ára- tuga dvöl þar. í vagninum hittum við líka pró- fessor Richard Goldschmidt, sem á sviði líffræðinnar stendur jafnfætis landa sínum Einstein á sviði eðlis- fræðinnar. Hann er þýzkur Gyð- ingur, höfundur merkra bóka um ákvörðun kynsins og erfðir almennt, eitthvert stærsta nafn, sem þýzk líffræði hefir borið. Fyrir valdatöku Hitlers var hann yfirmaður hinnar miklu líffræðistofnunar Kaiser-Wil- helm-Institut fiir Biologie í Berlin- Dahlem, en flýði land árið 1934 og gerðist prófessor í dýrafræði í Berke- ley í Kaliforníu. Þá var hann veikur maður og brotinn, en þótt hann sé komjnn yfir sjötugt, lítur hann nú út sem fimmtugur væri. Hann man eftir öllu, sem hann hefir séð eða heyrt, getur þess strax, að bróðir minn, Jón, hafi verið meðal uppá- haldslærisveina sinna, og ræðir áhugamál sín og okkar af miklu fjöri. En þótt hann hafi ekki verið ungur að árum, þegar hann flutti til Bandaríkjannna, vill hann ekki þaðan fara aftur, honum líkar betur við fólkið og landið en sína eigin þjóð og sitt gamla land. Annars er það nærri því regla meðal þýzkra flóttamanna, að þeim liggur við sturlun af heimþrá, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Hollenzki prófessorinn Sirks frá Groningen er með hæstu mönnum mótsins, alltaf kátur og reifur bak við pípuskeggið, alltaf að kynnast fleiri og fleiri sérfræðingum og setja sig inn í áhugamál þeirra. Hann er forseti alþjóðasambands líffræðinga, sem er hliðstætt samband og Sam- einuðu þjóðirnar, en aðeins laust við allt rifrildi og flokkadrátt, eins og vísindasambandi sæmir. Doktor Stebbins frá Berkerley er meðal þeirra grasafræðinga, sem allir vilja hlusta á, en fæstir eiga í deilum við. Og eins flykkjast að minnsta kosti allir yngri grasafræð- ingar kringum hinn glaðlynda danska grasafræðing Jens Clausen, sem stjórnar einhverjum merkustu grasa- fræðitilraunum, sem gerðar eru sem

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.