Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 11
ÚTVARPSTÍÐINDI 395 stendur. Hann vinnur í Kaliforníu, því að í Danmörku var of þröngt fyrir hann. Þegar komið var til Stokkhólms, var að sjálfsögðu byrjað á að leita uppi gistihúsin, sem herbergi höfðu verið fengin á fyrir okkur með góð- um fyrirvara, en síðan farið í Med- borgarhuset, þar sem mótið var haldið í þrem stórum sölum. Þar hittum við að sjálfsögðu fjölmarga gamla kunningja, sem við höfðum hitt áður í Svíþjóð, en einnig ný andlit, sem báru þekkt nöfn á höf- undum kennslubóka og merkra rit- gerða. Þar gekk hinn síbrosandi Darlington frá London, höfundur að biblíu frumufræðinga, en þó ekki nema hálffimmtugur, og þar sáum við í fyrsta sinn hinn kröftuga pró- fessor Haldane, sem er jafnvígur á stærðfræði, erfðafræði manna og skrif um almenna líffræði á alþýð- legu máli, enda einn af meðritstjór- um brezka kommúnistablaðsins Daily Worker. Ein af þeim kennslubókum í erfðafræði, sem við lásum í Lundi, var eftir Sansome og Philp, og nú sáum við þá ljóslifandi, tvo menn rúmlega fertuga. Sansome er lítill, spilfjörugur Skoti með allar tennur annaðhvort horfnar eðá skaðbrennd- ar, prófessor í grasafræði í Ibadan í Nígeríu, þar sem aðeins 60 hvítir menn búa með milljón negrurn. Hann sagði okkur, að Bretar væru sann- færðir um, að negrarnir væru engu ógáfaðri en hvítir menn, og nú ætli Bretar að veita þéim aðstæður til að lifa menningarlífi og keppa við þá hvítu á öllum sviðum mannlegs lífs, ekki sízt á sviði vísindanna. Það er í Nigeríu, meðal annars, sem Bretar byggja nú hvað mest upp ræktun og kynbætur jarðhnetanna, sem eiga að verða fituuppspretta heimsins er fram sækir. Hvað verð- ur þá um hina dýru síldarolíu og á hverju ætla sjórnmálamennirnir þá að láta íslendinga lifa? datt mér í hug, þegar Sansome nefndi hina ódýru jarðhnetuolíu. Dr. Philp er líka Skoti, kunnur fyrir skipulagningargáfu sína og dugnað við að koma fótum undir nýjar tilraunastöðvar. Hann var fyrst í áratug að fræðilegum rann- sóknum í Bretlandi, en fór síðan til Egyptalands og kom tilrauna- málum Egypta í gott lag á nokkrum árum. Þaðan flutti hann til Suður- Afríku og skipulagði kynbætur vissra trjátegunda sem og landbúnaðardeild við nýjan háskóla. Sem stendur vinnur hann að skipulagningu nýrr- ar kynbótastöðvar fyrir grænmeti í Englandi. Lítill Breti með grátt pípuskegg og frekar illa til reika, ber í barm- inum merki með nafninu Fisher. Hann er prófessor í Cambridge og einn þeirra fáu, sem lagt hafa grunn- inn að hinni merku vísindagrein til- raunastærðfræðinnar, sem allar góð- ar tilraunir á sviði jarðræktar byggj- ast á. Með honum fer oft samverka- maður hans, dr. Yates, frá Rotham- sted jarðvegsrannsóknarstöðinni, há- vaxinn, dökkur og þrifalegur yfir- stéttannaður, sem víða‘ hefir farið og margt reynt. Miðaldra kona, ólagleg og illa klædd, en skarpeyg og gáfuleg, ber nafnið Charlotte Auerbach. Hún býr í Edinborg, en kom þangað flótta- maður úr landi Gyðingaofsóknanna. Nafn hennar stendur fremst á lista

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.