Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 397 lista yfir litþráðatölur og stórra rita um frumufræði. Hann sagði okkur meðal annars þá skemmtilegu sögu, að Japaninn Miyaji, sem var nem- andi hans og sérfróður um fjólur, hefði komið til sín án þess að kunna nema hrafl í Evrópumálum öðrum en íslenzku! 1 Tokyo var prófessor í íslenzku, lærisveinn Sir Williams Craigies, og hann hafði sannfært þennan unga stúdent um, að íslenzka væri frummál Norður-Evrópu, svo að hann taldi öruggast að læra mest í því máli. Mótinu var skipt í deildir, og voru þrír fundir ætíð haldnir á sama tíma, svo að útilokað var, að hægt væri að fylgjast nákvæmlega með öllu, sem fram fór. Við reyndum þó að velja úr eftir beztu getu og fara á milli salanna, en misstum þó úr sumt, sem við hefðum viljað heyra. Auðvitað var margt merkra hluta og athyglisverðra sagt á mótinu — erindin voru yfir 300 talsins — en mesta athygli hygg ég þó, að þau erindi hafi vakið, sem ég skal drepa hér lauslega á. Athyglisverðasta erindið og það eina, sem í raun og veru átti erindi til annara en erfðafræðinga, ekki sízt stjórnmálamanna, flutti prófess- or Muller, þegar rnótið var opnað. Muller fékk Nóbelsverðlaun fyrir nokkrum árum, og nafn hans gnæfir upp úr hafi erfðafræðinnar hærra en flest önnur nöfn núlifandi manna, þótt ekki sé hann hár í loftinu, tæplega 160 sm á hæð. Hann er fæddur og uppalinn í Bandaríkj- unum og prófessor í Bloomington í Indiana, en hefir dvalið langdvölum við rannsóknir í Englandi og Rúss- landi. Erindi hans tók nærri því hálfan annan tíma, og í því rakti hann fyrst skoðanir erfðafræðinga á kviknun lífsins og þróun þess frá fyrstu tíð til vorra daga. Benti hann strax í upphafi á, að rannsóknir líf- efnafræðinga og erfðafræðinga á hinum lægstu lífverum hin síðustu ár hafi í raun og veru þurrkað út öll skýr mörk milli hins lifandi og dauða heims. Kvaðst hann telja það sennilegast, að lífið hafi kviknað á jörðinni álíka löngu fyrir þann tíma, er fyrstu steingerfingar hafa fund- izt frá, og liðið er síðan þeir urðu til, með öðrum orðum, lífið sé tvö- falt eldra en steingerfafræðingar telja. Síðan rakti hann þau lögmál, sem stjórna þróuninni, og benti æ ofan í æ á þá staðreynd, að mönnum er ekki kunnugt um, að neitt þeirra sé ekki undirgefið hinu stærðfræði- lega lögmáli hendingarinnar. Líf getur ekki orðið til nema við vissar aðstæður, en það er tilviljun, hvort það verður til þá, og síðan eru það hinar ytri aðstæður, sem velja hið hentugasta úr fjölbreytninni á grundvelli þess lögmáls, að þegar úr miklu er að velja, deyr hið óhentug- asta út. En það er tilviljunin ein, sem veldur því, hvað af hinu marga hentuga heldur áfram að lifa og þróast. Þetta merka lögmál er lög- mál alls hins lifandi efnis, og ef við getum náð valdi á því, getum við stjórnað þróun lífsins, sagði prófess- orinn. Við ráðum ekki yfir lögmálum lífsins ennþá, hélt hann áfram, en við erum á góðri leið. Við höfum í áratugi getað notfært okkur þetta vald við kynbætur jurta og dýra, og á þann hátt höfum við skapað meiri auð en flest iðnfyrirtæki landanna

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.