Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 14
398 ÚTVARPSTÍÐINDI til samans, þótt ekki safnist hann á fáar hendur. í þessu sambandi rakti hann sögur nokkurra kynbóta- afreka, sem metin verða til fjár, sem og annarra, sem hann taldi ómetanleg. Aukning uppskerunnar í öllum löndum, þar sem kynbætur eru reknar, gefur óhemjuverðmæti í aðra hönd, en það er ómetanlegt, þegar ræktunarmörk nytjajurtanna eru víkkuð að miklum mun, líkt og átt hefir sér stað víða í norðlægum löndum og á svæðum, þar sem þurrkar eru til trafala við ræktun- ina. En það er ekki hægt að stunda hagnýt og fræðileg vísindastörf svo að nokkuð gagn sé að, ef viss skil- yrði eru ekki fyrir hendi, hélt pró- fessorinn áfram og beygði inn á svið stjórnmálanna. Frumskilyrði allrar vísindastarfsemi heitir frelsi, fjárhagslegt frelsi, frelsi frá áhyggj- um um daglegt brauð, algert skoð- anafrelsi. Það hefir viljað brenna við víða, að frelsi vísindanna hafi verið fyrir borð borið, og í tveim einræðisríkjum hefir skoðanafrelsi vísindamanna verið þurrkað út bók- staflega og margir þeirra hnepptir í fangelsi eða myrtir. Taldi hann upp fjölmarga þýzka vísindamenn, sem flúið höfðu land eða horfið, sem og álíka marga Rússa, sem ekki eru lengur í tölu lifenda, fremstan þeirra prófessor Vavilov, einn af tindunum í sögu erfðafræðinnar. En hina rússnesku sorgarsögu um stjórnmálaskipanir á sviði erfða- fræðinnar og hvarf hinna beztu erfðafræðinga er ekki tími til að rekja hér að sinni, til þess verður ef til vill tækifæri síðar. Lesendur Morgunblaðsins hafa í dag (13. 10.) fengið greinargóða frásögn um þessi rússnesku leyðindamál eftir dr. Dar- lington, hinn heimsfræga frumu- fræðing. Að innihaldi er sú grein því miður sönn, þótt ekki sé mér kunnugt um, hvort þýðingin er hár- nákvæm. Stökkbreytingar framleiddar með geislum og ýmsum efnum voru aðal- mál mótsins. Merkustu erindin um þau mál fluttu þau Charlotte Auer- bach. frá Edinborg og prófessor Demerec frá Cold Spring Harbor í New York fylki. Jens Clausen, Daninn frá Kali- forníu, sagði frá tilraunum með murutegund eina. Hefir hann fengið hana víða að og ræktað hluta úr sömu jurt á fjórum eða fimm ólík- um stöðum, allt frá strönd Kali- forníu til toppa Klettaf jalla.-Árangr- arnir sýndu, hve mikið loftslagið veldur um þróun tegundanna og hagnýtir árangrar þeirra benda á ráð, sem fylgja ber, þegar jurtir eru fluttar landa á milli. Það er svipað og að kasta peningum í Niku- lásargjá, þegar of fjár er greitt til að láta fólk ósérfrótt á sviði slíkra rannsókna, stjórna sókn jurta til fjarlægra landa. Brezka konan Frances Seymour, læknir að mennt, hefir síðastliðinn áratug gert víðtækar rannsóknir á ástæðum barnleysis í sumum hjóna- böndum og fundið, að það er álíka oft sök ófrjóleika karlmannsins og konunnar. Þegar ekki er hægt að gera við ófrjójeika karlmannsins og hjónin vilja endilega eignast af- kvæmi, hefir hún gripið til gerfi- sæðingar og tekið sæði frá karl- mönnum, sem hafa til brunns að

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.