Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 25.10.1948, Blaðsíða 15
ÚTVARPSTÍÐINDI 399 bera ákveðna eiginleika. Hvorki þeir né konurnar fá nokkru sinni að vita hvort um annað, en þetta hefir gef- izt með afbrigðum vel. Taldi hún þessar tilraunir sínar vera fyrsta vísinn að hinum langþráðu manna- kynbótum. Á síðasta fundi mótsins voru gerð- ar ýmsar samþykktir varðandi erfða- fræðina í heild og ákveðið að erfða- fræðingasambandið skyldi ganga í alþjóðasamband líffræðinga og ger- ast aðili að Unesco. Eins var skipuð nefnd til að ákveða og skipuleggja næsta erfðafræðingamót, sem halda skal eftir 4—5 ár. Bæði Bandaríkja- menn og ítalir buðust til að taka við mótinu, en sennilegast var talið, að það yrði haldið í Ítalíu með stuttu formóti í Sviss eða í Portúgal, þar sem margir dugandi erfðafræðingar hafa starfað lengi. Út af ummælum icrófessors Mull- ers um frelsi vísindanna og hvarf rússneskra erfðafræðinga, báru full- trúar Póllands, Tékkóslóvakíu, Búlga- ríu, Júgóslavíu og Ungverjalands fram mótmæli í fundarlok, en þau mótmæli komu hvorki til umræðna né atkvæða fyrir góða fundarstjórn varaforsetans, prófessors Federley frá Finnlandi. Það mætti segja margt um ferða- lög, sýningar, skemmtanir og veizlur í sambandi við mótið, en til þess vinnst ekki tími. Eins ber þó að geta. Þrátt fyrir margar fínar veizl- ur, fínni en hinar fínu veizlur hins opinbera á þessu landi, sást aldrei vín á manni, enda var ekkert vín veitt víðast hvar, heldur aðeins ýmis- konar gosdrykkir eða mjólk. I tveim veizlum voru vínveitingar, en aðeins létt vín í smáum stíl fyrir þá, sem þess óskuðu. Hefðu ráðamenn ríkis og bæja á okkar landi, Islandi, vafa- laust margt getað lært af þeim veizluhöldum. Við vor.um heppin með veður meðan á mótinu stóð, sólskin alla daga nema tvo, hitinn lægstur um 20 stig, en oftast um 30 stig, í raun- inni afar þægilegur hiti, þegar mað- ur hefir vanizt honum. Sumum framandi, dökkum mönnum þótti veðrið þó hráslagalegt, því að öll jörðin er ekki jafn illa sett með loftslag og okkar norðlægu lönd. Það er ekki langt síðan nafn Is- lands fór að sjást á listum alþjóða- móta vísindamanna, en hin síðustu ár höfum við tekið þátt í æ fleiri slíkum mótum. Þar með höfum við dregið athygli umheimsins að því, að hér búa ekki aeðins afkomendur þeirra merku manna, sem sömdu heimsfræggar sögur í moldarkofum, heldur líka vísindamenn, þótt í smá- um stíl sé og næstum því við mold- arkofakjör, samanborið við umheim- inn. En allt stendur til bóta, og ef vel gengur, er ekki óhugsanlegt, að hin íslenzka þjóð geti vakið á sér jafnmikla athygli í annað sinn á grundvelli hinna hlutfallslega mörgu góðu heila sinna, ef hún leggur að sér til að gerast fyrirmyndarþjóð á sviði vísindanna. Það getum við orð- ið, ef við viljum það öll og leggjum allan flokkadrátt á hilluna til að geta sameinað krafta okkar til hin& góða starfs.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.