Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 3
ÚTVARPSTÍÐINDI 411 koma út hálfsmánaOarlega. Argangurinn kostar kr. 25.00 og greiöist fyrirfrnm. — Uppsögn er bundin við áramót. — Afgreiðsla Brávallagötu 50. Sími 6046. Heima- sími afgreiðslu 5441. Póstbox 907. t'ltgefandi: H.f. Hlustandinn. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjálm- ur S. Vilhjdlmsson, Brávallagötu 50, slmi 4903, og Þorsleinn Jósepsson, Grettisgötu 86. Listamennirnir og útvarpið EF VEL VÆRI, ætti náin samvinna að takast með íslenzkum listamönn- um og Ríkisútvarpinu. Ríkisútvarpið er, samkvæmt eðli sínu helzti atvinnu rekandi listamannanna og með slíkri samvinnu gæti það stutt og styrkt listamennina og þeir auðgað dagskrá þess að miklum mun frá því sem nú er. Það skal fúslega viðurkennt að Ríkisútvarpið hefur í mörgum grein- um stutt listamennina, en þó langt frá því að það sé nóg. Skal þetta nú nokkru nánar rakið. Leiklistarstarfsemi Ríkisútvarps- ins cr mikil, en gæti verið meiri. All- ir helztu leikarar okkar hafa mörg- um sinnum flutt hlutverk í útvarpið og fjölmargir hinna ungu uppvax- andi leíkara hafa fengið tækifæri til að sýna hæfileika sína með flutningi leikrita í það. Leikritin hafa alla tíð verið einna vinsælust af öllum dag- skrárliðum útvarpsins, en bæta hefði þó mátt þann lið, en það er hægt að segja um alla liðina og mun lengst af verða. En það er ekki nóg að leik- ararnir flytji leikrit í útvarpið. Þeir eiga einnig að flytja talað orð miklu meir en gert hefur verið. Þeir ættu til dæmis að flytja allar útvarpssög- ur, nema ef Helgi Hjörvar dytti ofan á einhverja skopsögu á borð við Bör Börsson, en vafalaust hefði enginn atvinnuleikari flutt þá sögu betur en Hjörvar gerði. Hann er og afburða upplesari eins og kunnugt er. Eins ættu leikarar að flytja smásögur eft- ir innlenda og erlenda höfunda, en ekki höfundar eða þýðendur. Gera má ráð fyrir að leikarar hafi lagt sér- staka stund á framsagnarlist, en það gera rithöfundar og skáljd sjaldan og þá ekki heldur þýðendur. Að vísu er rétt undir sérstökum kringumstæð- um að láta höfunda flytja — en þá aðeins til þess að gefa hlustendum hugmynd um munnlega meðferð skáldsins á eigin verkum. Leikararn- ir eiga að verða meiri þátttakendu r í flutningi dagskrár en nú er. Söngvarar og tónlistarmenn koma mjög oft fram í útvarpinu, og það verður að telja mjög góðan hátt sem útvarpið hefur haft frá upphafi vega að gefa söngfólki víðs vegar að af landinu tækifæri til að koma fram opinberlega, jafnvel þó að þeir séu alls ekki þekktir söngvarar eða hafi lært til söngs. Hlustendur kunna vel að dæma um slíkt og þeir gera ekki kröfur til þess að allir séu kallaðir. Þeim líkar betur að sem flestum sé gefið tækifæri og þeir hafa yndi af því ef skyndilega kemur fögur og

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.