Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 12
420 ÚTVARPSTÍÐINDI Breytingar á bylgjulengdinni Samtal við Gunnlaug Briem verkíræðing og Jón Alexandersson forstöðumann viðtækjasmiðjunnar BREYTINGIN á bylgjulengd út- varpsstöðvarinnar kom eins og þruma úr heiðskýru lofti yfir út- varpshlustendur. Að vísu hefur breytingin lengi staðið fyrir dyrum og því óþarfi fyrir hlustendur að láta hana koma sér mjög á óvart, en frest- ur var enginn, eða sama og enginn og því hefur borið á óánægju, ,,en hún gerir alltaf vart við sig þegar breytingar eru gerðar á bylgjulengd- um“, sagði Jón Alexanidersson for- stöðumaður Viðtækjasmiðjunnar í samtali við Útvarpstíðindi. — Hafa ykkur borizt margar kvartanir um breytingar? „Nei“, svaraði Jón, „ekki get ég sagt það. Við höfum að vísu verið beðnir að líta á mörg tæki hér í Reykjavík, en í flestum tilfellum hef- ur það ekki verið til að breyta tækj- unum heldur til að stilla þau á hina nýju bylgjulengd. Aðallega hefur þetta verið hjá gömlu fólki, sem eitt sinn hefur stilt á 1100 og síðan ekki fært ,,takkinn“ neitt. Þegar það svo ætlaði að fara að ná hinni nýju bylgjulengd tókst því það misjafn- lega, en þessu hefur okkur tekizt að kippa í lag um leið og við höfum litið á tækið“. , — En eru ekki mörg tæki, sem vantar alveg langbylgjurnar, að minnsta kosti yfir 1600 metra? „Þau eru ekki mörg. Viðtækja- verzlunin hefur látið okkur breyta tækjunum jafnóðum sem þau hafa komið. Að vísu eru mörg bifreiða- tæki, sem ekki hefur verið breytt. Auk þess flutti Sambandið og Ford inn allmikið af tækjum, sem ekki hef- ur verið breytt, en heimilistæki eru í lagi og ég hygg að utan Reykjavík- ur séu htil brögð að því að tæki hafi ekki nægilega bylgjulengd til að ná útvarpssendingunum. Á stríðsárun- um var flutt inn nokkuð af tækjum frá Ameríku. Langflestum þeirra höfum við breytt, en svo hafa alls konar menn verið að fást við breyt- ingar og stundum hefur það mistek- izt“. — En eru ekki löggiltir útvarps- virkjar? „Jú, og þeim einum er leyfilegt að fást við breytingar. Hins vegar hlaupa menn stundum til hjálpar fyr- ir kunningja sína og þá vill allt lenda í hálfgerðu og algerðu fúski hjá þeim. Við eigum í dálitlu stríði með þessi tæki. Það er nefnilega mikið verk að setja bylgjusvið í tæki. Segja má að það sé sambærilegt við að byggja nýja hæð ofan á hús. Þetta geta ekki aðrir gert en sérfróðir menn í út- varpstækjasmíði og ég vil nota þetta tækifæri til að aðvara fólk um að láta aðeins útvarpsvii’kja sjá um við- gerðir og breytingar á tækjum sín- um“.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.