Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 08.11.1948, Blaðsíða 15
ÚTVARPSTÍÐINDI 423 ekki giftast þér, .meðan ég er kona annars manns. Verum aðeins þolin- móð, þá máttu vita,' að allt fer vel að lokum. Ég er sannfærð um það .... ég er alveg viss!“ ,,Ef til vill hefurðu rétt fyrir þér“, svaraði hann. „En vonin um þig að lokum, er líka það eina, sem hefur glatt hjarta mitt þessa síðast- liðnu tvö; löngu ár .... þú ein gefur lífi mínu gildi“. „Þú veizt það líka, Bernhard, að ég hefði ekki afborið þennan tíma án vináttu þinnar ... . “ „Vináttu! Þú verður að gera þér það ljóst, að hér er ekki aðeins um venjulega vináttu að ræða. Ég vil ekki og get ekki beðið þín lengur. Það geta liðið mörg ár ennþá, þar til við getum gift okkur, ef við eigum að bíða eftir skilnaði ykkar. Nú vil ég burtu .... annað hvort með þig með mér eða einsamall. Annað hvort kemur þú með mér strax, og við giftum okkur, eða ég tek mér einn far með „San José“ til Suður-Ameríku í kvöld. Mér er fullkomin alvara, heyrir þú það? Sjáðu, hér er vegabréf mitt, og far- angur minn er tilbúnin, svo að ég þarf ekkert annað en stíga um borð. Nú; er stundin komin, og þú verður að ákveða þig fljótt og velja milli mín og mannsins þíns“. Jenny Ellingson sortnaði fyrir augum, og studdizt við börðið, en hún svaraði engu. „Reyndu að sýna mér skilning. . . myrtu eklci ást okkar“, sagði Bern- hard örvæntingarfullur. Augu þeirra mættust í djúpri al- vöru, en Jenny þagði enn. Hana brast þrótt til þess að tala. I-Iann beið enn um hi’íð, og von- aði með sjálfum sér, að hún bæði hann að verða kyrran, þótt það væri ekki nema með einu orði eða bendingu. Én hún hvorki talaði né hreyfði sig, stóð aðeins kyrr, niður- lút og döpur. Þá fóru einbeittir drættir um andlit lians og hann sagði: „Vertu sæl, Jenny ....“. Það var örvænting í rómnum, og hann vatt sér skyndilega við og næstum hljóp út úr stofunni. Hún hlustaði á fótatak hans, þeg- ar hann gekk út forstofuna. Hún heyrði, að harin staðnæmdist rétt í svip, en hélt svo áfram, hægum og þungum skrefum. Loks fjaraði hljóð- ið frá fótatakinu út. Hann var far- inn — burtu! Konan fleygði sér upp í legubekk- inn og grúfði sig niðurr í hann með ekkaþrungnum gráti. Hversu lengi hún lá þannig, vissi hún ekki sjálf. En allt í einu hrökk hún upp úr hinum sáru hugsunum við það, að skip flautaði. Hún sett- izt upp og hlustaði. Þetta var „San José“ að blása til brottferðar. Hún stóð upp af legubekknum og gekk að glugga, þar sem hún hafði útsýn til hafnarinnar, en hún gat ekki greint neitt skip vegna dimmviðrisins, sem var úti. Einstæðingstilfinningin greip nú um sig. Hún varð rétt örvingluð, ög fannst hún aldrei fyrr hafa vérið jafn einstæðingsleg og yfirgefin. Nú var Bcrnhard farinn, maðurinn, sem hún clskaði. Hún kveikti á útvarpinu, og hugð- ist með því sefa eða dreifa angri sínu. Hún hlustaði á eina dansplötu, en stillti svo á aðra útvarpsstöð. Stuttu síðar byrjaði þar fréttaút-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.