Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 3
ÚTVAIIPSTÍÐINDI 435 koina út Iiúlfsmónaðnrlega. krganRiirinn kostar kr. 25.00 or jri'iðisl fyrirfrom. — UppsÖRn et ••mlin rið Aramút AfRreiftsln Brávallagötu 50. Sími 5046. Heima- u tlRreiftslu 544 1. I OnIIhis 007 'wlniidi II I. llluxlamlinn ut.ift i Isafoltlnrprentsmjftin li.f Httst.i nR ilivrRðarinenn Vilhjdlm S Vilh)iUinxs»ii Hi-ivallaRÍitii 50 ii 4 903. nfi 1‘nrxlrinn Jóxrpsson • >retlisRötu 8ft Félag útvarps- hlustenda ÚT . ARPIÐ m?3tir vaxandi gagn- rýni og það hlýtur að valda áhyggj- um þoirra, sem eiga að sjá um dag- skrá þess og allan rekstur, en fyrst og fremst er gagnrýninni stefnt gagn dagskrárstjórninni, útvarps- ráði og starfsmönnum þess. En gagn- rýnin verður því áhrifameiri, þegar það er vitað að féleysi veldur ekki vanköntum á dagskrá, því að Ríkis- útvarpið er fjárhagslega vel stætt, líkast til betur stætt en flest önnur opinber fyrirtæki. Full ástæða er því að undirstrika þá kröfu hlust- endanna að meiru sé eytt í dag- skrána, því að, þó að all verulegur hluti af afnotagjaldi sé ætlaður til að koma upp nauðsynlegum bygg- ingum yfir þessa nauðsynlegu starf- semi, þá er þó meirihluti þess ætl- aður til að standa straum af kostn- aði við dagskrána. í bráfi, sem Útvarpstíðindum barst fyrir fáum dögum, segir um þessi mál meðal annars: „Útvarpsráð hefur nú lagt á borð- ið frumdrættina að dagskrá útvarps- ins á þessum vetri. Ég hélt, að við myndum eiga von á einhverjum nýj- ungum og sér í lagi ákveðnara formi á dagskrárefni. En þessu er ekki að heilsa. Það bryddar ekki á einni ein- ustu nýjungu í starfi útvarpsráðs, og má í því sambandi glögglega sjá, að ráðið nýtur ekki aðstoðar, leið- beininga eða frumkvæðis nýrra krafta. Gamlar lummur eru bornar fram, illa gerðar og ólseigar. Ég hef ekki lagt í vana minn að gagn- rýna útvarpið, enda hef ég litið svo á, að það hafi verið á tilraunastigi og ætti við sína byrjunarörðugleika að stríða. En einhvern tíma verður að álíta sem svo, að æskuárunum sé lokið og þroskunin taki við. Maður verður hins vegar ekki var við þrosk- ann í starfsemi útvarpsins. Það get- ur vel verið að þröng húsakynni valdi einhverju um þennan daufa svip starfsins, en ekki tel ég það valda miklu. Þar mun annað koma til greina. Ég álít nauðsynlegt að ný skipan sé tekin upp um starf dag- skrárstjórnar. Við þurfum að fá nýja krafta, sem þekkja útvarps- starf, hafa hugmyndaflug og áhuga, og framar öllu öðru, vinna ekki önnur störf en fyrir útvarpið. Flest- ir erum við ekki til skiptanna — og það verður að teljast ærinn nógur starfi, þó að ekki sé hlaupið í önnur verk jafnframt. Ég álít til dæmis, að það sé ekki gott, að skrifstofu- stjóri útvarpsráðs, sem starfið á að mestu að hvíla á, skuli jafnframt

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.