Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 6
ÚTVARPSTÍÐINDI iJti/arpíerindl Cjunnaró JJtepá anóóonar Þjóðir - og ferðamenn HVAÐ ER ÞAÐ, sem á enskri tungu er kallað: The Tourist Indu- stry? Fletti maður upp í orðabók Geirs heitins rektors, þá segir hann, að orðið Tourist þýði: Ferðamaður eða ferðalangur og orðið Industry: Starfsemi, iðnaður eða iðn. The Tourist Industry er í raun og veru sú atvinna eða peningaum- setning, sem skapast í einhverju landi, vegna heimsókna erlendra ferðamanna, það er að segja, aðal- lega( þeirra, sem ferðast sér til skemmtunar og hressingar, en nær þó, í skýrslugjörðum, einnig til þeirra, sem ferðast í verzlunarer- indum og sér til heilsubótar. Það skal þegar í stað játað, að ennþá hefir mér ekki heppnast að finna sæmilegt orð í íslenzku og hefi ég þó reynt að ráðfæra mig við mér miklu lærðari og hæfari menn á því sviði. En svo. rótgróin er vitleysan orðin í sambandi .við þessi mál, að margir munu skilja mig, ef ég tal- aði um „túristabísness" eða „túrista- traffíkí' eða einhver ennþá hræði- legri orðskrípi.... . . • ..Orðasamsetnmg, sem. ef . til vill næði.húgtakinu að miklu. leyti,. væri að nefna þetta atvinnusvið: Tekju- eða gjaldeyrisöflun af ferðafólki. Þó finnst mér sambandið gefa einhvern veginn í skyn, að öflunin færi ekki fram á sem allra heiðarlegastan hátt. Þó að mér sé ljóst, að orðasamsetn- ingin: Tekjur vegna ferðafólks nái alls ekki að skýra hugtakið til fulls, held ég samt sem áður, að ég verði að notast við það, hér á eftir og biðja háttvirta hlustendur jafn- framt velvirðingar á því, að ég skuli ekki geta gjört mig betur skiljan- legan en raun ber vitni. En ástæðan til þess að ég fjölyrði svo mjög um þetta atriði, er sú, að nýlega barst mér upp í hendurnar pési einn lítill, sem heitir: Fjárhags- viðreisn Evrópu á árunum 1948—51 og tekjur vegna ferðafólks. — Fátt er mér jafnmeinilla við og tölur, ekki hvað minnst, þegar töl- urnar fylla kannske helming opn- unnar eða hana ef til vill alla á stundum. Þó ég verði einnig að segja það fyrir mitt leyti, að ég er fyrír löngu orðinn þreyttur á stagl- inu um viðreisnaráform, fjárhags- viðreisn, framleiðsluaukningu eða framleiðsluhrun, gjaldeyriseyðslu, gjaldeyrisörðugleika. og þar fram eftir götunum, þá fór mér nú svo, að ekki hætti ég við,. fyrrnefndan pésa,. fyrr en ég. hafði. lokið lestri hans tvisvar sinnum :og það ::mjög vandlega í síðara skiptið og grann- skoðað tölurnar allar, töflurnar og línuritin. —

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.