Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 19
Ú.TVARPSTÍÐINDI 451 skáld okkar, sem þó er meira hampað. Ég', vil þakka Lárusi Pálssyni fyrir lesturinn, en sérstaklega vil ég færa prófessor Einari Ólafi Sveinssyni fyrir hið stórfróðlega er- indi hans um frumherja íslenzkrar sagn- ritunar. Slík erindi verða saga, ef ég má gvo að órði komást. Maður man þau alla æfi og þau verða að undirstöðu undir allri hugsun okkar um þessi fræði og allar hugmyndir, sem maður gerir sér um þau. Þau eru vekjandi og sannfærandi og opna manni innsýn inn í heim, sem maður hefur að vísu brotið heilann um, en ekki skilið til fulls. Ég vil svo að lokum þakka sér- Staklega guðfræðideild háskólans fyrir þetta kvöld. Þetta varð eitt af merkustu kvöldum útvarpsins okkar, eitt þeirra kvölda, þegar maður skilur það betur en áður, hve dásamlegt tæki útvarpið er og hversu mikið maður missti, ef það hyrfi allt í einu. Útvarpið er á svona kvöldum háskóli okkar, sem búum í dreifbýlinu". LISTAMENNIRNIR ENN. „Einn þeirra, minni“ skrifar á þessa leið: „Útvarpstíðindi eru að skrifa um nauðsyn á því að meiru samstarfi verði komið á milli Ríkisútvarpsins og lista- manna þessarar þjóðar. Ekki skal ég áfellast Útvarpstíðindi fyrir áhugann fyrir þessu máli, heldur þakka hann. En ég hef litla trú á því að slíku samstarfi verði komið á. Útvarpsráð hefur sína eigin gæðinga til að hampa. Við höfum reynslu fyrir því, jafnvel þó að þeim sé sleppt Hugrúnu og Guðlaugu. Aðrir heyrast þar aldrei Virðist helzt sem einstaka menn séu heimilisvinir hjá útvarpinu. Og' þeim hampað eins og hægt er“. Tveir nýir þættir Framh. af bls. 437. víkur. Kristján Eldjárn formaður félagsins flytur ræðu, en Steingrím- ur Þorsteinsson prófessor flytur er- indi um Fjölni. Steingrímur er einn af beztu fræðimönnum okkar og mun fróðlegt að heyra erindi hans um Fjölni. 4. desember verður flutt leikritið „Óvænt heimsókn", eftir J. B. Priest- ley, en hann er nú eitt fremsta leik- ritaskáld Englendinga og kemur auk þess mjög við opinber mál. Fiðlutónleikar Björns Ólafssonar hefjast 5. desember. HEILSUVERND tímarit Náttúrulækningafélags Is- lands, skýrir frá orsökum sjúkdóma og leiðunum til útrýmingar þeim, flytur frásagnir af lækningu alvar- legra sjúkdóma með einföldum ráð- um, skýrir frá niðurstöðum merkra rannsókna, veitir leiðbeiningar um' ræktun, meðferð og matreiðslu nytja- ■ jurta og annarra matvæla og svarar fyrirspurnum lesenda sinna. Ritið kemur út 4 sinnum á ári, 2 arkir heftið, og kostar kr. 15.00, sem greið- ist fyrirfram. — Sendið áskrift til Hjartar Hannessonar, Bankastr. 11, pósthólf 566, Reykjavík. HÉILSUVERND ER BETRI EN LÆKNING.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.