Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 4
460 ÚTVARPSTlÐINDI samkvæmt því sem dönsk blöð segja, nær hún mjög skammt — og alls ekki til Grænlands. Kveðjurnar eru lesnar á kvöldin og veldur alltaf röskun á fyrirhugaðri dagskrá. Þegar þetta er ritað, er jóladag- skráin enn ekki fullgjörð. En nokk- uð af henni er ákveðið. Jólaleikritiði að þessu sinni er Gísli Súrsson eftir brezka skáldkonu. Leikrit þetta var leikið hér í útvarpið 20. janúar 1940, og var Ingibjörg Steinsdóttir þá leik- stjóri. Nokkuð er sagt frá þessu leik- riti og höfundi þess á öðrum stað í blaðinu, en því miður er ekki hægt áð skýra frá hlutverkaskipun. Mjög hefur verið vandað til hinna sér- stöku jólatónleika. Einar Sturluson syngur á aðfangadagskvöld, en í jóla- tónleikunum syngja Stefán Islandi, Sigurður Skagfield og Gagga Lund. Ennfremur syngja Tónlistarfélags- kórinn og Útvarpskórinn. Á annan í jólum verður skáldaheimsókn í út- varpssal. Koma þá þangað Gunnaú Gunnarsson, Guðmundur Gíslason Hagalín, Tómas Guðmundsson og ef til vill fleiri, að líkindum Ólafur Jó- hann Sigurðsson. Þá verður jólavaka< á jóladaginn, og kemur þá fram vin- sælasti þulur sem útvarpið hefur haft, frú Sigrún Ögmundsdóttir, og er líklegast að hlustendur fagni því að fá að heyra til hennar. Á miðviku- dag milli jóla og nýárs verður kvöld- vaka fyrir gamla fólkið. Enn er ekkil fyllilega ákveðið, hvernig hún verð- ur, en séra Friðrik Friðriksson mun tala um ellina og lesa upp; þá verður lesið úr nýrri bók eftir Guðbjörgu frá Broddanesi, en endurminningak hennar fyrir nokkrum árum urðu mjög vinsælar meðal bókaunnenda. oooooooooooooooooooc RÍKISLTVARPID Takmark Rikisútvarpsins og œtlunar- verk er að ná til allra þegna landslns með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Siml útvarpsstjóra 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998. ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrástjómin) hefur yfirstjóm hinn- ar menningarlegu starfsemi og velur út- varpsefnl. Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÉTTASTOFAN annast um fréttasöfnun innanlands og írá útlöndum. Fréttaritarar eru i hverju héraöi og kaupstað landsins. Sími frétta- stofu 4994. Slmi fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- ingar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýslngar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsingasimi 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöð- inni, magnarasal og viðgerðastofu. Siml verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFTAN annast um hverskonar vlðgertlir og breytlngar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og vlðgerðir viðtsekja. Sími viðgerðarstoíunnar 4995. TAKMARKIÐ er: Útvarpið inn á hvert heimili 1 Alllr landa- menn þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslög þjóðlífsina; hjartaslög heima- Ins. RfldsútvarplS.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.