Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 8
4(54 ÚTYARPSTÍ ÐINDI Sig. Júl. Jóhannesson þýddi: Ur Jane Eyre eítir Carlotte Bronté Mín ást var trúrri en túlki mál; isem töframagn hún smaug í gegn um hjarta, hug og sál, um hverja æö og taug. Sú von, aö kæmi vina mín, mér var sem himnesk gjöf. — En hvílík sorg er hvarf ’hún mér —, og hræösla um lengri töf. Hve dýrðlegt yr'öi aö elska þá, sem elskar eins og ég! Því háa marki hét aö ná, og hræddist engan veg. En eyöimörk svo myrk og breiö á milli okkar lá; í hverju spori hætta be.iö, og hvergi veg aö sjá. Þar ofsókn ríkti alla tíð, sem úlfa þyrsti í blóö, þ.vi máttur, réttur, mannhefnd, stríö á millum okkar stóö. Ég hló aö allri hættu og þraut, og hrakspá engri kveiö: aö vígöu marki veg mér braut, þó væru tröll á leið. í Ijósdýrö sá ég öll mín ár sem undurfagran draum, því barnsleg sál meö bros og tár mér barst um lífsins straum. Og gegn um skýin slcín mér enn hið slcæra gæfu blys; þó örlög hóti, ógni menn, ég engin hræöist slys. Þó voldug öfl sem vitni nefnd mér velji hæðnisróm, og æðstu völd mér hóti hefnd, ég hræöist engan dóm. Þó stjórnlaust hatur steöji fram, % stríösham klæöi sig, með heljarafl í ógnahramm, þaö ekkert sakar mig. Þvi nú er unnin hennar hönd og hún er oröin mín. — Viö yrkjum saman auönu lönd, þar eilíf sunna skín. Hún sór mér tryggö, sem treysta má, og tryggir auönuveg, því er ég sæll — ég elska þá, sem élskar eins og ég. Snyrtistofan í R I S, Skólastræti 3. Sími 80415.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.