Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 9
ÚTVARPSTÍÐINDI 4ór> Utvarpstíðindi 10 dra Viðtal við stofnanda blaðsins Kristidn Friðriksson forstjóra ÚTVARPSTÍÐINDI urðu 10 ára í haust. Þá var þess lítið getið og engin hátíð haldin, enda varla á- stæða til mikils umstangs, þó að lít- ið blað ætti 10 ára afmæli. En nú skal þess minnzt með nokkrum orð- um í jólablaðinu, og þá aðallega með' viðtali við stofnanda blaðsins, herra Kristján Friðriksson forstjóra, semi fyrir 10 árum stofnaði þetta blað og stýrði því um skeið af dugnaði og bjartsýni þrátt fyrir margvíslega örðugleika. Útvarpstíðindi hafa frá upphafr reynt að gegna þeirri köllun, sem, útvarpsblöð hafa, að vera hjálpar- tæki fyrir hlustendurna, tengiliður milli þeirra og útvarpsins, þannig, að það gæti kynnt dagskrána eftir föngum fyrir hlustendunum. Erlend- is vinna slík blöð á þennan hátt og eiga útvarpsstofnanir mjög víða er- lendis sín eigin blöð, en þannig eii það í Noregi, Svíþjóð og í Englandi og miklu víðar. f blöðum þessum er dagskráin kynnt fyrir hlustendunum, og koma þau út með dagskrárnar' þremur vikum, og jafnvel mánuði, áður en þær hefjast. Hér hefur aldrei verið hægt að hafa þetta lag, þrátt fyrir allt sem gert hefur verið af hendi Útvarpstíðinda til þess að fá því framgengt. Er þetta mikill ljóð- ur á starfi blaðsins og starfi út- Kristján FriSriksson, forstjóri. varpsráðs, sem ekki verður úr bætt fyrr en útvarpsráð tekur upp nýja. starfshætti. Alls staðar er það álit- inn mikill fengur, að kynna dag- skrána fyrir hlustendum. — Þannig ætti þetta að vei’ða hér, enda auð- fundið, að hlustendur óska eindregið eftir því. Stofnandi Útvarpstíðinda, Kristj- án Friðriksson, drepur og á þetta í viðtali því, er blaðið átti við hann. Og fer það hér á eftir: — Hvernig stóð á því, að þér réð- ust upp á eigin spýtur í það, að stofna Útvarpstíðindi ? * „Ég fekk snemma allmikinn áhuga fyrir útvarpsstarfsemi. — Mér var

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.