Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 10
4G6 ÚTVARPSTÍÐINDI kunnugt um það, að erlendis störf- uðu útvarpsblöð að því að kynna dagskrána fyrir hlustendum áður en hún hæfist í útvarpinu. Mér fannst, að þannig þyrfti þetta einnig aði verða hér, og ég taldi víst, að hlust- endur myndu fagna slíku blaði. Ég leit frá upphafi þannig á, að blaðið' ætti að vera hjálpartæki við þann skóla, sem útvarpið getur verið og er. Ég leit aldrei svo á, að það væri hlutverk blaðsins, að halda uppi nei- kvæðri gagni’ýni á útvarpið og starfs menn þess, heldur vildi ég að það ræki jákvæða starfsemi sem tengi- liður milli hlustendanna og þeirra, manna, sem koma fram í útvarpinu og efnis þess, sem þeir flytja. — 1, mörgum tilfellum er það svo, að skýringamyndir, línurit og uppdrætt- ir, sem berast hlustendum áður en erindin eru flutt og hlustandinn get- ur haft í höndum meðan verið er að flytja erindið, hafa oft úrslitaþýð- ingu um það, hvoit hlustandinn hef- ur þau not af útvarpsfræðslunni, sem efni standa til. Samkvæmt þessu gerði ég mér mikið far um að kynna mér útvarpsefnið fyrirfram með við- tölum við þá, sem áttu að flytja er- indi, og reyndi ég sem bezt að „illu- strera“ efnið. — Mér finnst, að þessi þáttur, sem ég lagði mesta áherzlu á að gera sem beztan, hafi að mestu leyti fallið niður, og tel ég það mik- inn skaða fyrir blaðið sjálft, útvarps- starfsemina og hlustendur. Þá álít ég það og mikilvægan þátt í starf- gemi svona blaðs, að það hafi mögu- leika til að benda hlustendum á þau atriði útvarpsefnisins, sem ætla má að veki mesta athygli og verðskuldi mesta athygli. Með því á blaðið að vera leiðbeinandi og hjálpartæki fyr- ir hlustendur til að velja útvarps- efni sitt. Hvað snertir þá gagnrýni, sem ég álít að blaðið eigi að hafa með höndum, þá leit ég frá upphafi svo á, að hún ætti fyrst og fremst að vera jákvæð. Mér finnst vera of lítið af slíkri gagnrýni í þjóðlífinu, þann-. ig, að menn fái viðurkenningu fyrir það, sem vel er gert. Mér fannst líka, að önnur blöð hefðu betri möguleika, og aðstöðu til að gagnrýna neikvætfc útvarpsefni, þegar það ætti við. Með| þættinum „Raddir hlustenda“ reyndi ég að túlka skoðanir hlustendanna, eins og þær birtust í bréfum frá' þeim til blaðsins, en um leið gæti það orðið til leiðbeiningar fyrir þá starfs- menn útvarpsins, sem telja sig ekki upp úr því vaxna að taka við leið- beiningum". — Urðu ekki ýmsir byrjunarörð- ugleikar á leið yðar? „Jú, sannarlega. Það var erfitt aðl ryðja blaðinu braut í upphafi. Ég hafði lítið fé handa á milli til að eyða í blaðið. Ég varð að sjá um það einn að öllu leyti, annast ritstjóm þess, sjá um afgreiðsluna og safna í það auglýsingum, því ekkert blaði getur lifað hér á landi nema með því að hafa auglýsingar, því miður, en þessu veldur fólksfæðin. Hjá útvarp- inu sjálfu mætti blaðið tómleika hjá sumum, en velvilja og skilningi ann- ara, og þeir voru fleiri. Sérstaklega reyndist útvarpsstjóri blaðinu hinn bezti drengur, jafnvel þó að hann tæki því til að byrja með með nokk- urri varúð“. — Hvernig gekk svo, þegar fram í sótti? „Mér fannst starfið ganga að ýmsu leyti vel. Kaupendatalan óx jafnt og þétt meðan ég var við blað-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.