Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 14
470 ÚTVARPSTÍÐINDI aði aðeins út, en svo var eins og1 handleggurinn hyrfi inn í síðu hans. Augu hans voru snör og vökul, þegar hann rýndi út í myrkrið. Hann gekks allhratt og starði framundan sér eins og hann sæi eitthvað framundan. En það gat ekki verið. — Maðurinn baii poka á bakinu, hann var bundinn á| axlirnar. Byrðin virtist vera allþung, því að maðurinn gekk álútur. „Jól“, sagði hann hlýlega. „Jól“, og hann leit upp, en hann sá ekki neina stjörnu. Það sást ekki til him- ins fyrir mjöllinni. — Mjöllin var myrkur. „Jól“, tautaði hann. „Christmas“. Hann brosti, en bros hans varð allt öðrum megin, skakkt í klökuðu skegg- inu, eins og varirnar geyfluðust. „Drottinn minn. Munur er á orð- unum“. Ef til vill ilmur æskuáranna. Já, ilmur — og þó höfðu þau oft verið erfið og köld. En var það ekki svona? Jafnvel liðnar kvalastundir frá æsku ilmuðu í minningunum . .. „Jól, jól, jól“, tauaði hann. Það var því líkast sem þetta litla orð gæfi' honum einhverja hlýju. „Og þó var allt þetta byggt á blekkingu, lygi“. Hlýjan hvarf úr svipnum um leið og hann hvíslaði ■ þessum orðum inn í kafaldið. Það var annarlegur hreimur í máli hans. Eða var hann blæstur á máli? Maðurinn var kominn yfir ána, og nú staðnæmdist hann og þefaði út í loftið. Svipurinn varð vökull og -spyrjandi. Fann hann fjöruilm? — Það gat varla átt sér stað í þessu veðri og á þessari átt. Það var einnig blekking, lygi. Eða fann hann nú allt í einu einhvern skyldleika með sjálfum sér og umhverfinu? Bærðist einhver strengur í brjósti hans, sem hafði legið slakur og aldrei verið snortinn í öll þessi ár? Eða hljóðin í stormin- um, þegar hann straukst um fjalla- hlíðarnar langt inni í myrkrinu til hægri handar? Kannaðist hann ekki við þennan óm? Hafði hann ekki heyrt hann endur fyrir löngu ein- hvers staðar? Hann hélt aftur af stað, stefndi til sjávar, beint af augum. . „Heim“, tautaði hann, „heim“. Það var eins og hann kveinkaði sér. Hann laut enn meir áfram, varð dapur á svipinn. „Og svona varð förin. Og svona verður heimkoman". Myndi nokkur þekkja hann? Bless- aður gamli maðurinn myndi þekkja, hann, ef hann væri á lífi, já, þekkja hann með fingurgómunum. Og nú varð svipurinn aftur dapur og varirnar geyfluðust. „Já, eins og vogreki skolar manni aftur upp á ströndina. Betra hefði verið að koma hina leiðina, finnast í flæðarmálinu einn morguninn. 0, jæja, maður leitar víst aðeins að sín- um uppruna. Er ekki, þegar allt kem- ur til alls, allt blekking nema það, sem maður var, skildi og vissi, þeg- ar maður var barn, heima í sínu flæð- armáli? Var ekki allt annað eins og þansprettur kringum sívalaturn lífs- ins? Gat maður nokkurn tíma verið sannur nema héima á bernskustöðv- um sínum með liti þeirra, sýnir þeirra og ilm þeirra í hverri taug? Var þetta ekki allur sannleikurinn ? Var maður ekki aðeins gervimaður alls staðar nema heima?“ Hann tautaði þetta í klökugt skeggið, blæstur í máli með geyfl- aðar varir.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.