Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 15
ÚTVARPSTÍÐINDI 471 Allt í einu steyptist hann fram yf- ir sig með stafinn. Hann hentist á- fram í mjúkan snjó og sökk djúpt. Móður og másandi brauzt hann um góða stund og tókst að krafsa sig að einum grafarbakkanum. Hann reyndi að hefja sig upp á bakkann, en það gekk illa. Þá hallaði hann bakinu að honum um stund og hvíldi sig. En svo tók hann aftur til, leitaði fyriú sér, en tókst ekki að ná sér upp úr gröfinni við þennan bakka. Þá óð hann snjóinn að næsta bakka, sem var nokkuð lægri, og með því að ýta snjónum að honum og troða hann með fótunum, tókst honum að hækka sig svo, að hann náði með olnbogan- um upp á bakkann. Hann beitti ekki nema annari hendi. Hin virtist hon- um ónýt. Hann vantaði annan hand- legginn frá öxl. Og nú kastaði hann mæðinni, sat á bakkanum og hvíldi sig. Hann var' þreyttur og lerkaður eftir þetta ó- vænta fall í mógröfina. En honum. var ekki til setunnar boðið. Hann vissi það fullvel, að ef hann slakaði til fyrir þreytunni, þá myndi hann varla ná háttum í nótt. Þá mundi hann leggjast þarna fyrir — og finn- ast í vor. Og þá. mundi hann hafa komizt ókunnur og óþekkjanleguri heim undir bæjarvegg, en ekki heim. Þá myndi hann fá leg í kirkjugarð- inum einhvers staðar hjá óþekkta sjómanninum, sem brimið skolaði stundum á land sundurtættum. Já, sundurtættum. En var hann sjálfuú heill? Kom hann ekki sjálfur heim sundurflakandi utan úr hinum stóra heimi? Hann reis á fætur og hélt af stað. Allt í einu nam hann staðar. Vail ekki 1 jós þarna inni í kafaldinu? Hann rýndi inn í það. Jú, um það var ekki að villast. En hann kannað- ist ekki við þetta. Hér var ný bygg- ing. Hann gekk á ljósið, og nú sá hann veglegt hús. Hér var stórbýli allt í einu risið upp fyrir framan hann og án þess að hann ætti von á því. Hann hlaut þó að vera á réttrl leið. Mógrafirnar sögðu til sín. Hann var líka áreiðanlega á milli vegarins og fjallanna. Hann gekk beint á ljós- ið, en allt í einu rak hann sig hastar- lega á. Hann missti stafinn og greip fyrir sér. Hann þreifaði um marg- faldan gaddavír. Skinnvettlingurinn rifnaði við átakið og gaddar stungust í lófa hans. Hann kippti að sér hend- inni. Hann rak upp stutt undrunar- óp. Svo beygði hann sig, svipaðist um eftir stafnum og fann hann. — Hann horfði í kringum sig. Einhvers staðar hlaut að vera hlið heim að þessu rammgirta húsi. Hér hlaut að búa einhver mektarmaður. Hann gekk meðfram girðingunni og loks kom hann að miklu hliði. Hann þreif- iaði eftir læsingunni, reyndi að opna, tók af sér vettlinginn með munnin- um og þuklaði um læsinguna með berum fingrum. En það var eins og þeir ætluðu að frjósa við stállásinn, rammgerðan og mikinn. Hann kippti því að sér liendinni og færði hana í vettlinginn með tönnunum. Hann horfði um stund á hliðið og svo á ljósið. Svo sparkaði hann í hliðið, en það lét ekki undan. Þá setti hann bakið að því og leitaði að fótspyrnu, og eftir mikla erfiðismuni hrökk hlið- ið upp, hespan hafði brostið. „Það var ekki hægt að klifra yfir“, tautaði hann eins og einhver hefði asakað hann. Við dyrnar staðnæmdist hann rétt

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.