Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 16
472 ÚTVARPSTÍÐINDI í svip, sneri sér við og horfði inn í hríðina. Ef til vill hefði hann átt að; halda áfram. Það gat ekki verið lang- ur spölur eftir niður í Skerjafjörð. En hann var næstum að þrotum kominn eftir erfiðið í gröfinni. Nú fann hann fjöruilminn greinilega. Nú var ekki um neitt að villast. Þaðl hlaut að vera fjara. Svo sneri hann sér aftur við og leit upp í gluggana. Það var ljós í stofu, stói't ljós — og hann heyrði mannamál, já, og skríkj- ur í barni. Hann vissi ekki hvern. hann mundi hitta fyrir, en hann þurfti aðeins að hvíla sig litla stund, áður en hann héldi áfram. Hann' barði með stafnum á hurðina nokkur létt og hæversk högg. Um leið þagnaði allt í stofunni. En það leið góð stund þar til hurðin opn- aðist. Sigurður Þórarinsson opnaði að- eins í hálfa gátt, það var hálfdimmt bak við hann á ganginum, svo að maðurinn sá ekki í andlit hans. Og úti var kafald, svo að Sigurður rétt grillti manninn. ,,Hver er þar?“ spurði Sigurður harðri spurnarrödd. Maðurinn leit undrandi upp eins og hestur, sem skyndilega er kallað á. Kannaðist hann ekki við þennan hreim? > „Hér er kominn langferðamaður", sagði hann, „sem biður um að mega, hvíla sig nokkra stund, áður en hann heldur lengra". „Er það nú Kjartan klukkuhjól,, rétt einu sinni?" sagði Sigurður kalt og kesknislega. „Og hvert ætlarðu á eftir, kunningi?" „Nei, ekki heiti ég Kjartan klukku- hjól. Já, hann er þá enn.til. En ég ætla niður í Skerjafjörð, þegar ég hef hvílt mig um stund. Ég lenti í því, að falla í snjófulla mógröf og er næstum því uppgefinn“. Sigurður opnaði dyrnar. „Gjörðu svo vel“, sagði hann, „þéri er velkomið að hvíla þig“. Maðurinn kom inn fyrir, losaði pokann af baki sér og lét hann á gólfið. Sigurður starði á hann með hnikl- aðar brúnir. Þegar hann sá, að mann- inn vantaði annan handlegginn, rétti hann út hendurnar og sagði næstum afsakandi: „Má ég hjálpa þér?“ Sigurður leysti af honum húfuna og færði hann úr þykkum skinn- jakka. Nú sást höfuð hans og andlit. Hann hafði mikið, rautt hár, en grásprengt og það liðaðist í hnakkanum. Skegg hans var einnig rauðbrúnt, en eilítið ljósara en hárið. Sigurði hnikkti við. Það vantaði helminginn af höku mannsins, í staðinn fyrir kinnbeinið) sömu megin var hvilft inn í vangann. Maðurinn starði á Sigurð með' undrun í svipnum. Svo var eins og hann færi hjá sér, eins og feimni strykist um svipinn. Hann laut höfði, leit á fætur sér og sagði um leið og hann brosti skökku andlitinu: „Ég þyrfti að skafa svolítið af mér, ef það væri hægt“. En Sigurður stóð eins og negldur við gólfið og starði á manhinn. Þetta var sannarlega furðulegur gestur utan úr kafaldinu og á sjálf- um jólunum. En svo var eins og hann rankaði við sér. „Skafa af þér“, sagði hann. Hann

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.