Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTÍÐINDI 473 snaraðist inn ganginn og að innri Ihurðinni og kallaði, og það var eins og röddin titraði: „Sigurlaug! Komdu hérna með bursta. Hér er kominn gestur“. Og Sigurlaug kom að vörmu sporj jneð bursta í hendinni. Hún leit rétt sem snöggvast áí manninn, en sneri sér svo að Sigurði og sagði: „Björg er loksins soínuð. Við meg- um ekki hafa hátt“. Maðurinn tók við burstanum og reyndi að ná af sér snjónum, en tókst það ekki vel. „Ég verð víst að fara úr þessu á meðan, annars bleyti ég allt hjá ykk- ur, og það vildi ég ógjarna gera á sjálfu jólakvöldinu“. Sigurður horfði á það, hvemig maðurinn leysti reimarnar á öðru istígvélinu með annari hendinni. — Hann var brúnaþungur og hikandi, eins og hann vissi ekki, hvað hann ætti að gera. Svo beygði hann sig' allt í einu, settist á hækjur og leysti reimina á hinu stígvélinu. Síðan tog- aði hann þau bæði af honum. Sigui'laug hélt að sér höndum og horfði undrandi á gestinn; varii' hennar titruðu og það var eins og skjálfti færi um hana. Sigurður sagði um leið og hann benti: „Gjörðu svo vel og gakktu inn fyrir“. Og gesturinn fylgdi á eftir hon- um. Um leið og hann gekk fram hjá Sigurlaugu brosti hann. En hún svar- aði ekki brosinu, aðeins hnikaði séii tik Þetta var undarlegt bros. Þegar gesturinn kom inn í stofuna var þar lítið jólatré á borði, en í stól sat Amgrímur Jborgari. Á gólfinu við fætur hans sat Sigurður litli og hafði leikfang í hendinni. — Þegaij drengurinn sá gestinn, hrein hann og þaut upp að hnjám gamla manns- ins, en hann ýtti við honum eins og hann kveinkaði sér. Það komu sárs- aukadrættir á andlit gestsins, en Sig- urður Þórarinsson sagði: „Hvað er nú þetta? Hér er ekkert að óttast, kunningi“. Sigurlaug vatt sér inn fyrir, tók drenginn og sagði: „Nú er bezt fyrir Sigga litla að fara að hátta hjá stelpunum". Svo lét hún á eftir sér hurðina. Það varð þögn í stofunni. Arn- grímur gamli japlaði gómunum og horfði á gestinn litlum augum. Gest- urinn sat grafkyrr og starði á kerta- ljósin eins og annars hugar, en Sig- urður Þórarinsson leit við og við til hans óviss. Svo stóð hann allt í einu ;upp og sagði: „Það er víst skylt, að bjóða gest- dnum einhverja hressingu". Hann kom með vínflösku, hellti í glösin handa sér og hinum ókunna og lyfti glasi sínu. En gesturinn skoðaði glas sitt hugsi, greip um það tveimur fingr- um og hreyfði það eilítið á boi'ðinu. Svo sagði hann um leið og hann lyfti glasinu til hálfs. „Þekkið þið mig ekki? Ekki einu sinni þú, Sigurður Þói'arinsson?" „Nei“, sagði Sigui'ðux*, „ég get ekki komið manninum fyi'ir mig. En það er eins og ég kannist við eitthvað í fai’i þínu, veit þó eklti til að ég hafi nokkui'n tíma séð þig fyrr“. En Ai'ngrímur deplaði bara aug- unum.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.