Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 22

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 22
478 ÚTVARPSTlÐINDI tóku ekki endi fyrr en ég hafði endv urskoðað afstöðu mína til saum- eprettunnar og búinn að óska öllum öryggisnælum í kolsvartasta dýki hins neðsta myrkurs. Þar eiga allar öryggisnælur að lenda, enda hæfilegt leikfang illkvittinna og hrekkjóttra púka við fordæmdar sálir. (Og svoí skyldi ég verða ein af þeim!) Nú var ég staddur í Höfn í Horna- firði, skáskaut mér varlega milli húsa, þegar fáir voru á ferli — og hélt um rassinn. Ég braut heilann um, hvað ég ætti að gera, og eftir langa mæðu fann ég, að það var ekki nema ein leið til. Ég varð að fljúgá til Reykjavíkur og hafa buxnaskipti. Og í raun og veru var þetta gæfa mín. Ég þurfti til Reykjavíkur hvort eð var. Áður en ég lagði af stað í Bumarfríið hafði ég gefið Flugfélagi Islands fyrirheit um að fljúga í er- indum þess til Norðurlanda. En hver veit, nema hornfirzk náttúrufegurðj hefði seitt mig og komið mér til að gleyma öllum fyrirheitum og loforð- um, ef saumsprettan hefði ekki knú- ið mig til þess að standa við orð mín og rekið mig heim. Og hver veit líka nema að saum- sprettur séu ráðstöfun frá guði til að 'gera menn heiðarlega. Á flugvellinum í Reykjavík hitti ég framkvæmdastjóra Flugfélagsins, Örn Ó. Johnson að máli til að leita hjá’ honum nánari upplýsinga ufn ferð Gullfaxa til Norðurlanda og fyrir- komulag hennar. „Gullfaxi fer á laugardaginn, og þú ert skráður sem áhöfn“, sagði Örn. „Áhöfn?“ spurði ég, „hver and- skotinn er það?“ „Það er starfslið flugvélarinnar, og þú ert einn af því“. „Á ég kannske að taka við flug- stjórninni, ef voða ber að höndum?“ „Nei, þú átt að láta fara senii minnst fyrir þér og sitja undir ann- arri hvorri flugfreyjunni eða báðum, því að flugvélin er full“. Flugvélin full! Nei, þetta var ekki gott! En hvað er svo sem gott í henní veröld? Ég rifinn á bakhlutanum og1. Gullfaxi fullur? En þegar ég fór svo1 að hugsa um það, hvort það myndi vera nokkru skárra, ef Gullfaxi væri rifinn að aftan og ég fullur, þá sætti ég mig við hlutskipti mitt og sökkti Jnér niður í hugleiðingar um, hvað ein flugfreyja myndi vera þung —* eða þá tvær. Að sjálfsögðu myndi' það fara eftir stærð, bæði á breidd og lengd, en samt neita ég því ekki, að það fór um mig hálfgerður hroll- ur, ef þetta reyndust vera einhver rokna flykki, klettþung og tvíbreið í allar áttir. Nú var aðeins eitt vandamál lífs- ins eftir, og það var að fara á lög- reglustöðina til að sækja passa. En þann andskota ætti enginn heil- vita maður að gera. Lögreglufulltrúinn sagði, að ég yrði fyrst að fá vottorð frá borgar- stjóranum um að ég hefði borgað út- svarið mitt og vottorð frá tollstjór- anum um að ég hefði staðið í skilum með skattgreiðslur. Hvorttveggja var þetta að sjálfsögðu ógreitt, og engin íeið að ég myndi nokkru sinni geta, borgað þetta nema með því að segja mig til sveitar og láta bæinn borga. Maður skyldi ætla, að þetta væri! nóg til þess að koma í veg fyrir aðl nokkur heiðarlegur maður færi út

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.