Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 26

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 26
482 ÚTVABPSTlÐINDI mýkt frammi fyrir útlendingaeftir-. liti, tollvörðum og afgreiðslumönnum í ofvæni þess, hvort hann myndi nú' verða tekinn fastur fyrir brot gegn landslögum og púttað inn í tugthús. >— Mikið andskoti hlýtur að vera gaman, að vei’a í útlendingaeftirliti eða tollvörður undir svona kringum- stæðum og láta heila (eða hálfa) ráð- herra skjálfa á beinunum fyrir fram- an sig. Fari það í logandi ef ég ger- ist ekki tollari eða passaskoðari í hinu lífinu — ef æðri máttarvöld taka þá ekki í taumana og gera mig að — flugfreyju. Þarna beið heilt dúsin af leikurum. Þeir eru útflutningsvara, sem íslenzk menning ætlar að græða á, þ. e. a. s. — ef hún getur. En ætli það sé ekki eitthvað áþekkt með leikarana og silfurrefina. Þeir ganga ekki út, verða sendir upp aftur og íslenzk menning verður að sitja með allt heila dótið áfram. Annars er ég ekki hrifinn af leik- urum. Það eru menn með gervitil- finningar og leiklistin er úthverfan á mannlífinu. Og auk þess eru leik- arar að því leyti verri okkur hinum lygurunum, að þeir ljúga með öllu andlitinu á meðan við, venjulegii* lygarar, Ijúgum aðeins með kjaftin- um. Nú eru þessir gervileikarar á leið til Finnlands til að gretta sig á íslenzku framan í saklaust fólk, — fólk, sem í einfeldni sinni og kurteisi heldur, að það horfi á rammíslenzkar, þjóðlegar fettur og skælur frá sögu- öldinni, og að á bak við þær standi' álíka mikilvægur menningararfur og’ á bak við sagnaritun Islendinga til forna. Aumingja Finnar. Hvers eiga þeir að gjalda? Þai*na bíður síldarspekúlant. Ég þekki alla síldarspekúlanta á magan- um. Og þarna bíður hvers konar ann- að fólk, m. a. stúdentar, sem eru að hefja jómfrúreisur sínar til fram- andi landa, sumir fullir af viðleitni til að bjarga mannkyninu, en aðrir fullir af brennivíni. Ég fyrir mitt leyti er ekki í nokkrum vafa um, að þeir síðartöldu eru betur fullir, því að það eru þeir, sem bjarga þjóðar- búskapnum með því að drekka ibrennivín, og í öðru lagi gefa þeir góðtemplurunum viðfangsefni til að glíma við og átyllu til þess að vera, til. Ég veit ekki, hvar við værum á vegi staddir, ef okkur vantaði Þor- stein í Bristol eða Pétur Sigurðsson. Loks er þarna löggiltur endurskoð- andi úr Reykjavík, sem jafnframt er vinur minn og drykkjubróðir. Hann endurskoðar allt milli himins og jarð- ar nema sitt fyrra líferni. Og það feP vel á því — fyrir hann. Ég tjáði hon- um, að ég væri flugfreyja í vélinni, og hann bauð að gefa mér danskan bjór í Kaupinhöfn og að sofa hjá sér í Stokkhólmi. Það var nú déskoti, hvað maðurinn gat verið kvensamur! Það leið að þeirri stundu, að flug- vélin legði af stað og ég yrði að tak- ast á hendur þá hræðilegu raun að sitja undir tveimur flugfreyjum — sinni á hvoru hné. Bara að þær væru ekki mjög stór- ar eða feitar! Ennþá vantaði einn farþegann. Það var Árni Friðriksson fiskifræð- ingur. Nafn hans var kallað hvað eftir annað, en aldrei kom Árni. Það var mín stóra von. Mikið hefði ég orðið hamingjusamur maður, ef Árni Friðriksson hefði sofið fimm mínút- ur yfir sig, og að það fyrsta sem

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.