Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 33

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 33
ÚTVARPSTÍÐINDI 489 Frh. af bls. 476. Lucy Marian reyndi aftur að bera fram erindið. En röddin var ófull- nægjandi. Þarna stóð litla stelpan þegjandi og feimin, hjá litlu, mögru, illa upp- öldu bræðrunum sínum. Hún vissi ekki, hvað hún átti af sér að gera. Hana langaði auðsjáanlega til þess að fela sig. Pálína sagði við langömmu: „Hver á þessi börn?“ Það varð þögn. Og langamma mín skildi af hverju hún stafaði. Hún mundi eftir börnum Kens. Hún missti hnykilinn niður á gólfið. En tók hann ekki upp. Pálína sagði eins lágt og Lucy Marian hafði taiað: „Hvar er móðir þeirra?“ Langamma mín gat ekki heyrt, hvað hún sagði, en hún hefir gizkað á það. Hún mælti: „Móðir þeirra dó fyrir hálfu öðru ári“. Pálína frænka horfði á börnin, lagði frá sér það, sem hún var að prjóna, stóð á fætur, gekk til barn- anna og kraup niður við hlið litlu stelpunnar, þá voru þær jafnháar. Pálína talaði lágt. En ég heyrði sumt af því, sem Lucy Marian sagði. Til dæmis: „Já, ég hátta þá. Það er enginn annar til þess“ . .. „Þegar pabbi kemur heim, gefur hann okkur dósamat. Svo fáum við brauð“ . . . „Við fáum mjólk annað slagið. En stundum gleymir mjólkursalinn okk- ur“ . . . „Nei, það er ekki oft. Þeir vilja ekki láta baða sig. Og ég er svo lítil, að ég á erfitt með það“ . . . Pálína hélt utan um litlu stelpuna, og hún hallaði höfðinu að henni. Þegar Pálína stóð á fætur, var hún róleg eins og venjulega. Mörgum árum síðar sagði Lury Marian framhald sögunnar. Þegar Ken kom af sjúkrahúsinu, voru honum send börnin. Þó að hann yrði að ganga við hækjur, hóf hann þegar vinnu. Hann var orðinn mjög skuldugur og þurfti að spara sem mest. Þegar hann kom heim úr vinn- unni á kvöldin, var íbúðin óhrein og óvistleg. Hann opnaði þá dósir með niður- soðnum mat, hellti honum á disk og skipti þessu á milli barnanna. Hann var mjög þreyttur, því að hann var ekki fær um að vinna, þó að hann gerði það. Ken leið mjög illa. Svo kom Pálína, fyrri hluta dags, þegar hann var að vinna. Hún kom að eldhúsdyrunum og gægðist inn. Börnin stóðu við eldhúsborðið. Pálína mælti: „Góðan daginn, börn- in góð! Það er að vísu kominn tími til þess að um ykkur sé hugsað. Látum okkur sjá, hvað hægt er að gera“. Hún fór úr kápunni, tók af sér hattinn og lét á sig svuntu. Síðan byrjaði hún á heimilisverkunum. Börnin eltu hana allan daginn. Þau voru forviða á komu hennar og störfum. Pálína skúraði og skrúbbaði, bjó til mat, brenndi rusli, hreinsaði glugga og sagði börnunum sögur á meðan. Tveggja ára drengnum sagði hún söguna af Hans og Grétu. Fimm ára snáðanum sagði hún söguna af ljóta andarunganum. En Lucy Marian fékk þyngra ævintýri.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.