Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 48

Útvarpstíðindi - 13.12.1948, Blaðsíða 48
504 ÚTVA-RPSTÍÐINDI Um framtíð mína og forlög öll hún flutti dómsorð sitt. Ég hugsa enn með tregatár um týnda lijartað mitt. HAUSTVÍSUR. Ólína Jónasdóttir, skáldkona sendir eftirfarandi vísur: Loftið blánar, lýsast ský, léttast ránarföllin. Aftur hlána þyrfti — því það hafa gránað fjöllin. Ekki gleymast æskusvið, áhrif geymast sveitar; um þá heim í haustsins frið hugur dreyminn leitar. ÚTVARPSSAGAN. Og þessa vísu orti hún, er liún fór að hiusta á útvarpssöguna: Er að verða á mér farg útvarpið með simfónhvini. Heldur kýs ég hljómagarg en lieyra í Rárði Jakobssyni. ÖLVAÐUR KLERKUR. Þessi vísa er eftir vestur-íslenzka skáldið Þorskahít: Svo ölvaður klerkur var eitt sinn á fold, — já, því er nú miður að þetta er satt, — þegar lient’ hann af rekunni heilagri mold á liausinn í gröfina datt. SKRIFAÐ Á SAND: Charles Dickens orti eftirfarandi vísur og Sig. Júl. Jóh. þýddi þær: Er sólin reis, með sorg i liug ég sal á liafsins strönd, og lijarta djúpt á dökkan sai'yl ég dró með staf í hönd. Minn hugur rakti liorfin spor, ég hafði ekki að því gætt, að bárur hafsins hlupu á land og höfðu um sandinn flætt. Og ein með háan froðufald um fagra sandinn brauzt, og lijartað mitt frá mér á brott hún máði va'gðarlaust. Símanúvier bankans veröur framvegis 81200 (6 línur) * Búnaðarbanki Islands. ■MHHnDMdHn í SKRÍTNU BORGINNI. Eftirfarandi vísa er eftir Jeanne Fish- er. Sigurður Júl. Jóhannesson hefur þýtt iiana: Á gluggasyllu gráleitt inistrið grúfir hokið, sem ftækingsköttur er hingað liafi strokið og að eins bíði eftir því að upp sé lokiö. AÐ DETTA OG STANDA UPP AFTUR. Og þessi vísa er cftir Cliarles Dic.kens í þýðingu Sig. Júl. Jóli.: Það sannar engan lietjuhug, að hvergi þrjóti kraftur. En liitt ber vott um dáð og dug, að detta og standa upp aftur.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.