Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 4
148 Útvarpstíðindi 1 vil. Flestir svara, — gagnrýnislaust og ó- sköp óþvingað: — Eins og Pétur og Jón Múli. Margir tilgreina alla stéttina, og flest- ir minnast á framför Ragnars T. Árnason- ar. — Hvílík stétt! Og það skal viðurkennt, að stéttin virð- ist ekki haldin þeim megingöllum, — hvorki einstökum þeirra né öllum, — sem fyrr voru nefndir, og taldir útiloka eiganda frá þularstörfum, — eða að minnsta kosti kunna þeir vel að dylja þá, ef svo er. — JÞeir Pétur og Jón eru orðnir mjög vel þjálfaðir í starfinu, og þola hvað hæfni og öryggi snertir fyllilega samanburð við er- lenda stéttarbræður sina, og Ragnari fer vissulega fram. Starf þular er yfirgripsmeira og flóknara en margur heldur. — Þeim mönnum skjátl- ast illa, sem halda, að það tvennt sé full- nægjandi, að þulurinn sé læs og hafi við- felldna rödd (t. d. að hann þurfi alls ekki að kunna að skrifa eða leggja saman einn og tvo). — Það er hin mesta nauðsyn að þulurinn skilji það sem hann er að lesa, — að hann beri miklu meira en meðal skyn á almenn mál, og sé smekkvís og athugull. Fréttaþulurinn á í rauninni að vera síðasti prófarkalesarinn. Viila getur ávalt skot- izt framhjá fréttamanni við yfirlestur, — sjái þulurinn augljósa villu í fréttum, ber honum að lesa í málið og leiðrétta. Það er hin mesta nauðsyn, að þulurinn beri nokk- uð skyn á hinar augljósu villur. — Slysin geta alltaf borið að, og til þess liggja margar ástæður, — öllum getur yfirsézt, — bæði ágætum fréttamanni og ágætum fréttaþul. — Skömmin fyrir skrifaða enda- leysu í frétt lendir vissulega á þeim, sem fréttina samdi. En þulinn má, ef hann er virkilega sómakær maður, — svíða það dálítið, að hafa ekki leiðrétt í lestrinum. — Til þess að gera þessa siðferðilegu skyldu þularins enn ljósari, skal hér nefnt dæmi: Hugsum okkur að eftirfarandi klausa standi skrifuð I frétt um slysfarir, t. d. bifreiðaárekstur: „Bílstjórinn var ekki beinbrotinn, en illa marinn á hálsi og með stóra marhnúta á brjósti og herðum.“ — Svona málsgrein myndi góður þulur aldrei lesa eins og hún er skrifuð. Hann myndi slá því föstu, að hér væx-i átt við marbletti, — láta slag standa og lesa það þannig. — Hitt er ófyrirgefanlegt. — Hið sama get- ur komið fyrir við tilkynningalestur. Það er t. d. ekki gott að telja hlustendum trú um að blýantur hafi andazt, — enda þótt skrifað kunni að standa. Og þá er það þekking á tækjum og verk- færum, sem starfinu tilheyra, — þjálfun i meðferð grammófónsins, þekking á tón- list, tónverkum og grammófónplötum. — Það er t. d. ekki heppilegt að spila grammó- fónplötu, sem gerð er fyrir 33 snúninga á mínútu með 78 snúninga hraða. — Hin angurblíðustu sorgarlög geta undir þeim kringumstæðum hljómað ótrúlega tryll- ingslega, og virðuleysislega. Hin fjörlegu lög geta einnig tekið á sig hryggðarmynd við slík mistök. — Þá er alkunnugt hvern- ig fer, ef reynt er að spila á venjulegan hátt grammófónplötur, sem til þess eru gerðar, að byrja að spiia þær innanfrá. — Allt þett hefur komið fyrir, og þá er nauð- synlegt, að þulur hafi til að bera nokkurt snarræði og meðfæddan hæfileika til að bæta úr því, sem augljóslega hefur farið í handaskolum. Þulurinn þarf að gera betur en að vita hvernig dagskrárflutningurinn á að vera, — hann þarf beinlínis að hafa það á til- finningunni, og hann þarf að hafa mikla sálarrósemi til að bera, — rósemi og ör- yggiskennd, sem ekkert óvænt|getur rask- að. Hann þarf að geta haldið áfram lestri hiklaust, og eins og ekkert sé um að vera, þótt Helgi Hjörvar komi inn til hans og leiti að minnisblöðum sínum inni á milli (Framh. á bls. 153).

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.