Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 6
150 Útvarpstíðindi — Ekki treysti ég mér til að gefa neina slíka lýsingu. Það yrði sagan um íslenzkan ungling, sem fer til höfuðstöðva tónmennt- anna og dreymir um að verða heimsfrægur á þremur árum, — en svo þegar þau eru liðin, þá skilst honum, að hann kann ekki neitt. Annar draumur minn hefur verið að geta sezt að á íslandi, samlagast nátt- úru landsins og sett hana í tóna, '•— en í 30 ár varð ég að vera búsettur erlendis, enda þótt ég kæmi til íslands svo oft sem unnt var. Tekjur hafði ég öll þessi ár helzt af því að skrifa greinar fyrir erlend blöð og tímarit. Þetta studdi þó einnig listviðleitni mína bæði beinlínis og óbenlínis. — Hvað er yður ferskast í minni, er þér horfíð til baka yfir langan og víðburðarík- an listamannsveg? — Þrennt er mér minnisstæðast, — fyrst er ég kom fram á hljómleikum Tónlistar- háskólans í Leipzig þann 17. júní 1921 og lék píanóhljómleik eftir Bach og sónötu eftir Graener, sem var einn af kennurum mínum. Annað er heimsókn mín með Hamborgar Philharmonie hlj ómsveitina hér 1926, er sinfonisk tónlist hljómaði í fyrsta sinni á íslandi. Þriðja er þegar ég stjórnaði hljómleik mínum fyrir organ og hljómsveit með Berliner Philharmonie hljómsveitinni þ. 10. marz 1941 og allt lenti í uppnámi, svo að við slagsmálum lá og fullur salurinn nærri því tæmdist með- an á flutningi verksins stóð. Aldrei hef ég verið vissari í minni sök. Verk mín höfðu verið á svörtum lista í Þýzkalandi síðan 1937, en „Preussische Akademie der Kiinste“ fékk þarna „undantekningarleyfi" til að láta flytja verkið á hljómleikum sín- um. — Annars hefur það verið afdrifarík- ast 1 listamannsferli minum, að ég inni- lokaðist í Þýzkalandi, að verk mín bann- færðust í heilan áratug og að prentuð ein- tök þeirra brunnu í loftárás hjá forlag- inu í Leipzig. Fyrir bragðið var sem þröngv- að á mig næöi til að rita mörg tónverk og nokkur mjög umfangsmikil. Metorðagirnd unglingsins varð að engu og mér skildist til fulls, að listamaðurinn þarf að vinna án þess að hugsa um árangurinn. Eftir inn- göngu fslands í Bernarsambandið getur útbreiðsla verkanna loks farið fram beint frá íslandi. — Hvað álítið þér um framtíð islenzkrar tónlistar? — Þetta er spurning um framtíð íslenzku þjóðarinnar og norrænnar menningar I heild. Það er trúa mín, að erfðamenning íslendinga sé lykillinn að framtíð nor- rænnar sérmenningar og að norræn menn- ing muni hætta að vera til ef ekki tekst að finna þenna lykil og nota hann. Hug- leiðingar mínar um þetta og annað þessu skylt hef ég dregið sáman í bók, sem ég reit á þýzku og gefin verður út innan skamms. — Vér íslendingar þurfum fyrst og fremst að læra að tala íslenzku og þár af leiðandi rita hana betur og skilja hið tónræna listmagn hennar. Börnin eiga t. d. að læra að kveða vísur og kvæði og með réttum söngáherzlum stuðla bg höfuðstafa. Hins vegar hlýtur hver alþjóðaborgari að furða sig á því, að á íslandi er millj- ónum í erlendum gjaldeyri eytt í að flytja inn útlenda gervilist, en innflutningur æðri listar hindraður og auk þess vanrækt- ar flestar ráðstafanir til útbreiðslu þeirra íslenzku listaverka, sem eftir inngöngu ís- lands í Bernarsambandið geta útvegað beinar gjaldeyristekjur, kynnt landið og framleiðslu þess út um heim og aukið álit þjóðarinnar og sjálfstæðisöryggi. Herir geta runnið frá vestri til áusturs og austri til vesturs og eytt nær öllu sem fyrir er; ríkisstjórnir geta hrunið og stjórnskipu- lag stórvelda breytzt. Menning þjóðanna og viðurkennd listaverk þeirra standa sem klettar úr hafinu og tryggja þjóðunum frelsi á ný.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.