Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 9
Ú tvarpstíðindi 153 BARNATIMINN Hildur Kalman annaðist barnatímann á sumardaginn fyrsta. Tíminn var yfirleitt góður. Atriði, sem nefndist söngvaleikur, var bæði nýstárlegt og skemmtilegt. — Samtal, sem fara átti fram uppi í sveit, og inn í það var fléttað söngvum og sumar- lögum. Samtalið fór fram á léttan og til- gerðarlausan hátt og val ljóða og laga var með ágætum og flutningur að sama skapi. Gæti ég trúað, að börnum hafi fundizt, á meðan þau hlustuðu, að þau væru sjálf komin í sveitina, þótt dagur þeirra brygð- ist þeim algerlega um veðurfar. Annað at- riði var all langt leikrit: Þegar Hildur kemur heim. Nokkuð vantaði á, að leikrit þetta nyti sín í útvarpi, þar sem m. a. eiga að vera i því skrautsýningar, en fjörlegur leikur bætti það að nokkru. Sveinbjörn Jónsson annaðist bamatím- ann 24. apríl. Þessi tími var sérkennilegur fyrir það, að hann var að mestu leyti um dýr. Dýrasögur hafa jafnan verið börnum sérstaklega hugleiknar, og er það vel, að þeim sé sómi sýndur í barnatímunum. Falleg var sagan um hann Strút, litla hundinn, sem var seldur fyrir kexpoka og klipptur eins og ljón, en varö síðan til að bjarga mannslífi. Sagan Bondula Kasa, eftir Þorstein Er- lingsson, var ef til vill nokkuð torskilin á skrifstofustjóri. — Allir meðlimir sveitar- innar eru sjálfboðaliðar, sem helga þessu starfi krafta sina inn á milli borgaralegra skyldustarfa. Skipstjóri björgunarbátsins þakkar tækjum Slysavarnarfélagsins líf sitt. Hann var á togaranum „Skúla fógeta“, er hann fórst. Og víst er um það, að Guð- mundur liggur ekki á liði sínu ef Slysa- varnarfélagið kallar. Lögin, sem leikin verða á milli atriðanna, eru valin í samráði við Ríkisútvarpið. köflum, nema fyrir þroskuð börn, en flest munu þó hafa skilið, að það var hún litla kisa, sem bjargaði fólkinu frá tortímingu, enda þótt húsmóðirin hefði fleygt henni á dyr. Og gæti ég hugsað mér, að margt bam- ið hafi strokið henni kisu sinni hlýlega á eftir. Finnborg Örnólfsdóttir las söguna og gerði það afburða vel. Sólskríkjuhreiðrið var einnig góð saga. Slíkar sögur sem þessar falla börnum vel í geð, og þær eru, auk þess að skemmta þeim, tilvaldar til að vekja þau til um- hugsunar. Ennfremur var harmonikuleikur og hef- ur það sjálfsagt lika glatt þá, sem slíkri tónlist unna. Og tvær telpur léku á blokk- flautur. veb. ÞULIRNIR — Framh. af bls. 148 blaðsíðanna, sem hann er að lesa af, — hann þarf að „af-kynna“ grátbroslegt efn- islaust erindi hlutlausri röddu. — Hann þarf sem sagt, að vera því sem næst óbrigð- ull. Ef til vill er þularstéttin vinsælust allra íslenzkra stétta. Þjóðin hefur áhuga fyrir góðum þulum. — Sem dæmi því til sönn- unar má nefna, að Útvarpstiðindum hefur borist ótrúlegur fjöldi fyrirspurna vegna fjarvistar Péturs Péturssonar frá hljóð- nemanum. — Pétur hefur veriff veikur nú um nokkurt skeið, orðið að vera við rúmið og mun verða frá störfum enn um stund. •— Gleði sinni og sálarkröftum heldur hann óskertum, og hlustendum má vera nokkur huggun í þeirri sígildu gömlu staðreynd, aö vini verður bezt fagnað hafi hans áður verið saknað, og að Pétur verður engu verri þulur en áður, þegar hann tekur til starfa á ný. Hún er hamingjusöm stétt, íslenzka þul- arstéttin.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.