Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 11
Útvarpstíðindi 155 hroka. — Síðan það erinði var flutt, hefur Ölfusá flutt mikið vatn til sjávar. Yngsta barn Guðlaugar af sjö, sjötti sonurinn, er orðinn ellefu ára. Á þessum tíma höfum við einnig haft mjög náin kynni af út- lendingum, og getum nú ef til vill gert okkur betur grein fyrir því en þá, hversu holt okkur er að telja það allt betra, sem útlenzkt er en íslenzkt, — það allt úrelt, sem talizt gæti þjóðlegt. Á þessum tíma hefur það einnig gerzt, að Guðlaug Narfadóttir hefur komizt á sextugsaldurinn, — enda þótt hún hafi enn slykjulaus og skýr blá augu undir lif- andi þróttmiklum augnabrúnum. — Svo er það bara spurningin, hversu viðhorfin hafa breytzt á þessum tíma. Guðlaug er flutt til Rvíkur fyrir 2 árum tæpum. Hlust- endur, — sem minnast erindi hennar: Af sjónarhóli sveitakonunnar, fyrir 10 árum, munu varla sitja af sér tækifærið til að hlýða á álit Hafnarfjarðarstúlkunnar, — sem komin er aftur í margmennið eftir margra ára vist í fámenninu, — já, — er- indi um hvað? — Það vill hún ekki segja að svo komnu, — kallar það bara „Við þjóðveginn", og segist m. a. muni tala um áfengisneyzlu. ieikrit Leikritið „Blómguð kirsuberjagrein" eft- ir Friedrich Feld, þýzkan höfund, verður leikið laugardaginn 14. þ. m. — Indriði Waage fer með leikstjórn. — Leikritið ger- ist í Kína á dögum keisarans Li-Tang, fyrsta stjórnanda af Han-ættinni árið 206. Það er samið upp úr kínversku æfintýri. Persónur leiksins eru: Yan-kung San mandaríni, leikinn af Jóni Aðils, Yu-Tang, gamall maður, leikinn af Indriða Waage, Tscheng, trúnaðarmaður mandarínans, leikinn af Róbert Arnfinnssyni, Whang Ti, blindur maður, leikinn af Alfreð Andrés- 21.45 Lönd og lýðir/eða: Spurningar og svör um náttúrufræði (Ástvaldur Eydal lic.). 22.05 Búnaðarþáttur: Meðferð landbúnaðar- véla (Haraldur Árnason vélfræðingur). Þriðjudagur 10. maí: 20.20 Tónleikar: Kórsöngur (plötur). 20.45 Erindi: Greind og frjósemi, síðari hluti (dr. Símon Jóh. Ágústsson). 21.10 Dagskrá Slysavarnarfélags Islands: a) Ávarp (Jón Loftsson stórkaupm.). b) Stuttur talkafli úr kvikmyndinni: Björgunarafrekið við Látrabjarg. c) Erindi: Slysahætta í heima- húsum (Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi). d) Heimsókn í björgunarstöð. e) Niðurlagsorð (séra Jakob Jónsson). 22.05 Vinsæl lög (plötur). Miðvikudagur 11. maí: 20.30 Borgfirðingakvöld: a) Ávarp (Eyjólfur Jóhannsson form. Borgfirðingafélagsins). b) Upplestur: Kvæði (Bjarni Ásgeirsson ráð- herra). c) Upplestur: Smásaga (Stefán Jóns- son kennari). d) Píanóleikur (Einar Markús- son). e) Upplestur (Lárus Ingólfsson leikari). f) Upplestur (Klemens Jónsson leikari). g) Kórsöngur: Borgfirðingakórinn (Stjórnandi: Jón ísleifsson). h) Ferðaþáttur frá Kína (Ól- afur Ólafsson kristnib.). i) Tvísöngur (Hanna Helgadóttir og Svava Þorbjarnardóttir). 22.05 Danslög (plötur). Fimmtudagur 12. maí: 29.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guð- mundsson stjórnar): a) „Das Pensionat“ eftir Suppé. b) „Serenade á Colombine" eftir Pierné. c) „Valse-Bluette“ eftir Drigo. d) „Vet du?“ eítir Arid Kleven. e) Melodi eftir Fagelund. 20.45 Dagskrá Kvenréttindafélags Islands. — Erindi: Við þjóðveginn (frú Guðlaug Narfa- dóttir). 21.00 Tónleikar (plötur). 21.15 Upplestur..... 21.45 Á innlendum vettvangi (Emil Bjöms- son fréttamaður). 22.05 Symfónískir tónleikar (plötur): a) Pí- anókonsert eftir Ravel. b) Symfónía nr. 7 í A- dúr eftir Beethoven. Föstudagur 13. maí: 20.30 Utvarpssagan: „Catalína" eftir Maug- ham; IV. (Andrés Björnsson). 21.00 Strokkvartettinn „Fjarkinn" 21.15 Frá útlöndum (Þórarinn Þórarinsson ritstjóri). 21.30 Tónleikar (plötur). 21.40 Erindi: Á að gereyða íslenzka hafern- inum? (Guðmundur Einarsson frá Miðdal). 22.05 Vinsæl lög (plötur).

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.