Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 14
158 Útvarpstíðindi TilfLimaníegur skortur á rafgeymum í bréfum utan af landi hefur komið fram, að útvegun nýrra geyma er mjög aðkall- andi. Hér er kafli úr einu þeirra: .....Fyrst skal ég þá minnast á vand- ræði þau, sem nú eru að gjöra vart við sig hjá útvarpsnotendum hér í hreppi, og það er geymisleysi. Það hafa ekki feng- izt geymar við tæki í mörg ár, svo ekki er ástæðuiaust að ætla, að þeir séu farnir að ganga úr sér, samfara flutningi og hnjaski að og frá hleðslustað. Þetta út af fyrir sig er svo mikið alvörumál, að til vandræða horfir ef ekki fæst úr bætt og við hér sjáum ekki fram á annað en al- gjöra þögn á mörgum bæjum nú á næst- unni. Ég á nú varla von á, að þessar línur verði til þess að opna augu þeirra, sem með þessi mál fara og koma í veg fyrir, að við í strjálbýlinu getum orðið aðnjótandi þeirrar, óhætt að segja einu skemmtunar, sem við eigum kost á að heyra. Og okkur finnst við eiga fullan rétt á að hlusta á útvarp og ekki megi taka það frá okkur, meðan við greiðum afnotagjöldin. En ekki þarf lengur um þau að krefja, ef við fá- um ekki strax geyma við tækin...... 8 /abamannakvöldvakan annan páskadag Einn, sem langar að verða blaðamaður, skrifar á þessa leið: „Ég er að vísu ekki gamall maður, að eins tuttugu og þriggja ára, en mig lang- ar þó til þess að skrifa yður nokkur orð af tilefni kvöldvöku Blaðamannafélagsins annan páskadag. Geri ég það af því, að mér er annt um blaðamannastéttina og á mína aðdáendur í henni, enda langar mig sjálfan til að verða blaðamaður þegar ég hef lokið námi. — Ég varð fyrir miklum vonbrigðum af þessari kvöldvöku og full- yrði ég að hún sé sú lélegasta sem Blaða- mannafélagið hefur haldið. Að vísu var sæmilegur hraði í henni og þáttur sá af plötum, sem þeir fluttu Benedikt Gröndal og Sigvaldi Hjálmarsson, þar sem þeir rifjuðu upp fyrir hlustendum helztu at- burði síðustu ára, var ágætur, nema hvað mér þótti vanta eitthvað frá hátíðinni á Þingvelli 1944. Hann hefði sannarlega átt þarna heima. Þetta var bezti kafli kvöld- vökunnar, enda mjög journalistiskur og því fullkomlega í samræmi við blaða- mennskuna. Erindi Gísla Ástþórssonar var fyrir neðan allar hellur og vakti það stór- furðu mína, þar sem ég tel Gísla einn hinn efnilegasta blaðamann meðal hinna yngri og að líkindum bezti blaðamaður Morgun- blaðsins, að minnsta kosti í frásögn. í fyrsta lagi var efnisvalið leiðinlegt, en það versta var, að Gísli tók nú upp þá dæmafáu sérvizku að endurtaka fjölda margar setn- ingar — éta upp úr sjálfum sér. Ég skildi, að hann var að leika sér að stílbrögðum, en það má hann aldrei gera. Það má vera að þetta geti gengið í grein — og þó sannar- lega mjög í hófi, en í útvarpi er það áreið- anlega óhæft. Hins vegar er ég Gísla ekk-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.