Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 17
Útvarpstíðindi 161 PARÍSAR-JAZZ Eftir Timme Rosenkrantz — Þýtt úr Det ny Radioblad Það gengur rólega í Frakklandi. í fyrri heimsókn minni í ársbyrjun 1947 var skortur á næstum öllum sviðum. Kjöt fékk maður einu sinni í viku, var yfirleitt mjög lítið um mat, vínið var súrt, allt ok- urdýrt, og hvað jazzinum viðvikur, þá var ástandið jafnvel enn verra. Nú er nóg af kjöti, — vínið ekki alveg eins dýrt — oh! — og svo getur maður fengið að heyra mikið af ágætri jass-tón- list. Dizzy Gillespie, Louis Armstrong, Duke Ellington, Earl Hines, Jack Teagarden, Slam Stewart, Coleman Hawkins, já og margir fleiri af hinum miklu jazz-kóng- um Bandaríkjanna hafa komið og leikið fyrir hina hljómelsku Frakka, og árang- urinn lætur ekki að sér hæða. Ungu frönsku hljóðfæraleikararnir æpa undir á frönsku og reyna að skjóta bæði Louis og Dizzy Gillespie ref fyrir rass. Á mörgum smá-næturklúbbum ' eru góðar be-bop- hljómsveitir, og áhuginn er meiri en nokkru sinni fyrr. Auk þess eru þeir ekki svo fáir bandarísku hljóðfæraleikararnir, sem komnir eru til borgarinnar á Signu- bökkum, og hafa hugsað sér að setjast að 1 þessum griðastað frelsisins. Rex Stewart kom til Parísar fyrir rúmu ári síðan, og er þann veg þenkjandi, að hann vildi gjarnan deyja þar í hárri elli ef hann fær leyfi til þess. Don Byas, hinn ágæti tenor-saxofonisti, sem fór til Norð- urálfunnar með hljómsveit Don Redmans, gleymdi einnig að fara heim, ráfar nú um á Montmartre og Montparnasse ,og heillar alla hina dulbúnu hljómlistarmenn með töfraleik sínum. Existentialistarithöfundurinn Sartre er í hópi hinna áköfustu jazz-unnenda. Allt og sumt, sein hann þarf að gera, er að heimsækja einhvern smá-næturklúbb, — þar með fær næturklúbburinn bláa stimp- ilinn, er orðinn svokallaður existentia- listaklúbbur með viðeigandi be-bop- hljómsveit, og æskan slæst um að fá þar aðgang. Fyrir ári síðan var ekki nema um einn stað að ræða „Tabu“. Þar spilaði hinn ungi en frægi rithöfundur Boris Vian. Auk þess, sem Boris er einn af efnilegustu ung- um rithöfundum Frakklands, er hann mjög góöur trompetleikari og ástundar Bix Beiderbecke-stíl. Hann leikur fyrst og fremst sjálfum sér til ánægju, en á þann hátt, aö við hinir höfum mjög mikla á- nægju af. En svo fýsti Sartre að heimsækja aðra staði, og hann og vinir hans heimsóttu kvöld eitt klúbb í Saint Germain des prés, sem heitir Saint Germain klúbburinn, og ekki leið á löngu áður allir listamennirnir, jazz-æskan og ferðamennirnir voru farn- ir að venja þangað komur sínar. Nú er þar fullt hús á hverjum sið-aftni á milli 10 og 2, og Boris tók saman föggur sínar og i sundur trompetið, og flutti sig þangað, og þar leikur hann og hinn ágæti tónlistar- maður Hubert Fol fyrir áheyrendur og færa þeim heim sanninn um það, hversu ágætur franskur jazz getur verið. Klúbburinn er í kjallara og líkist mest einskonar jarðhúsi. Á einum veggnum hangir rúmenskt málverk af yndislegri ungri og rauðskeggjaðri stúlku, ásamt mynd af snyrtilegum fullorðnum bruna- verði. Hér kemur fólkið saman, frægir menn streyma inn og út um dyrnar, í einu horninu má oft og tíðum sjá Orson Wel-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.