Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 18
162 Útvarpstíðindi les, Charles Laughton, Burgess Meredith, Franchot Tone og Ritu Heyworth. Það er þýðingarlaust að reyna að komast þar inn. Til þess þarf félags-vottorð, og það fær maður ekki nema maður hagi sér öðruvísi en fólk flest. Ríka bandaríska ferðamenn sér maður þar því aðeins, að þeir séu miklir á lofti og valdi hneyksli. Það kom fyrir eitt kvöldið, að Clark Gable reyndi að fá inngöngu, en var neitað, þar sem hann leit heiðarlega út að dómi dyravarðarins. Ég gekk yíir til Boris Vian og sagði honum hver hefði staðið við dyrnar í fimmtán mínútur. „Jæja“, sagði hann með fyrir- litningu í röddinni. „Clark Gable, — hvað vildi hann hingað, — maður, sem kann ekki einu sinni að spila venjulegan jazz á píanó. En Sartre er ekki tryggur maður .... Einn sólbjartan dag fann hann sér nýjan samastað, það var Vieux Colombier-klúbb- urinn, einnig í listamannahverfinu. Hann var opnaður um nýársleytið, og þangað fara nú allir þeir, sem eitthvað eru skrítn- ir í kollinum og hrifnir af jazzi. Hér leikur Claude Luther með litlu jazz- hljómsveitinni sinni, og stælir gamla New Orleans-jazzinn svo vel, að Bandaríkja- menn, — fæddir og uppaldir í þessari upp- runaborg jazzins, standa og gapa. Luther hefur upp á síðkastið leikið inn á margar grammófónplötur, sem nú eru seldar í Bandaríkjunum og vekja þar feikna at- hygli. Hljómsveitin stendur snöggklædd upp á gamlamóðinn á litlum palli í reyk- og koníaksfylltum kjallaranum og spilar gömul New Orleanslög, og bandaríska negra-söngkonan Inez Cavanaugh syngur með. Hún er nú einhver bezta jazz-söng- konan, sem uppi er' ,og hefur hlotið mjög góða dóma. Jafnvel Josphine Baker kem- ur til að hlusta á hana, og herbergið er fullt af bandarískum ferðamönnum og stúdentum, sem koma til að klappa í takt við. Ungfrú Cavanaugh kom fyrir nokkrum vikum úr jazzkonsertför til Þýzkalands og hafði í því ferðalagi með sér litla en ágæta franska hljómsveit og tvo snillinga, þá Bon Byas og trompetleikarann Bill Cole- man, og undirtektir þýzku blaðagagnrýn- endanna voru ótrúlegar. Þjóðverjarnir eru nú gráöugir í jazz, enda liðu svo mörg ár að þeir heyrðu hann ekki. Nazistarnir lokuðu fyrir allt, sem heitið gat kúltút, og þó fyrst og fremst fyrir amerískan jazz. Þýzkalands- för Inez Cavanaugh var með þeim hætti, að hún kom, sá og sigraði, og hún hefur fengið glæsileg tilboð um hljómleika strax og hún sleppur frá Vieux Colombier, en það verður nú víst ekki á næstunni. Eitt af Hamborgarblöðunum skrifaði m. a. um þessa hljómleika: Það var einstætt kvöld. Svo þróttmikla, óbundna, listræna og heillandi tónlist höfum við aldrei áður heyrt. Hinn stóri salur, sem tekur 6000 manns, var fyrir fimm árum notaður sem nazistiskur fundarsalur, þar sem einn af ieiðtogunum hélt ræðu, en þangað komu ekki líkt því eins margir, og stemningin nálgaðist hvergi nærri þá stemningu, sem við vorum vitni að í gærkvöldi. Og þýzkararnir hafa þegar pantað meiri amerískan jazz beint frá Ameríku. Það réttlætir ef til vill tortryggni og eftirþanka. Á annan í jólum opnaði hinn ungi franski jazz-gagnrýnandi Charles Delaune, — sem þekktur er af fjölmörgum bókum og tímaritum um jazz, nýjan og glæsileg- an næturklúbb nærri óperunni. Hann hafði breytt leikhúsi Edvards konungs 7. í næt- ur-jazzklúbb, og vígði hann með mikilli viðhöfn. Öllum listamönnum Frakklands og öðru stórmenni var boðið, Bill Coleman stjórnaði hljómsveitinni ,og allt leit glæsi- lega út. Endirinn varð nú samt, að hann

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.