Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 19
Útvarpstíðindi 163 neyddist til aö loka klúbbnum. Delaune, sem sjálfur er málari og arkítekt, hafði oröið á smávægileg tæknileg skyssa. For- dyri klúbbsins var útbúið sem gríðarstórt pisserí, og enska stjórnin bar þegar fram mótmæli .... „Þrátt fyrir allt — Edward konungur sjöundi — — —!“ En það fór nú allt vel, — klúbburinn vakti mikla athygli. Nú er búið að breyta fordyrinu, og klúbburinn verður opnaður aftur innan skamms.... Og svo kemur Sartre eitthvert kvöldið og heilsar upp á mannskapinn.... Og eftir það kemst þar enginn heiðarlegur maður inn. MOLAR Það hefur lengi verið svo, að listamenn hafa tileinkað sér listamannslega tilburði, og margir hverjir álitið heppilegt, að vera öðru vísi en annað fólk í daglegri umgengni. Hver listamaður um sig lætur það verða sitt fyrsta verk, eftir að hann hefur komizt að raun um listamannshæfileika sína, að ákveða með sjálfum sér hvernig listamenn eigi að vera, — til dæmis í framan. Þetta er gamall fróðleikur. Hitt er nýrra, að aðdá- endur einhverrar ákveðinnar list-tegundar bindist óbeinum samtökum sín í milli um að vera öðru vísi en aðrir menn. — Nú er það svo, að sé einhver maður ákafur jazz- isti eða svingisti, þá er nauðsynlegt að hægt sé að sjá það á honum. Og í Bandaríkjun- um, sem meðal annars eru fræg fyrir íburð- armikinn, litríkan og yfirleitt áberandi karlmannafatnað — hefur verið fundið upp svonefnd „swing-skyrta.“ Á skyrtu þessar eru prentaðir útdrættir, — eða ágrip af andlitsdráttum frægra jazzista: Benny Goodmans, Woody Hermans, Gene Krupa og svo framvegis — sem sagt, — skyrturnar eru ekki eingöngu litsterkar og skræpóttar, heldur líka afskræmdar í framan. Þjóðsöngur Grœnlendinga: Danska út- varpið kynnti hlustendum sínum nýlega furðu þróttmikinn og fjölskrúðugan kveð- skap Grænlendinga, — þýddan og að nokkru á frummálinu. — S.l. sumar andað- ist grænlenzki skáld-presturinn Henrik Lund, og var jarðsettur í Narssak-nýlend- unni, þar sem hann vann og bjó, og þessi útvarpsþáttur Dananna var helgaður áhrif- um hans á grænlenzka menningu. Rithöf- undurinn Rosenkilde Nielsen safnaði efn- inu, og útbjó þáttinn. Fjöldi mikilhæfra manna tók þátt í framkvæmd þessarar út- varpsdagskrár í minningu um „þetta græn- lenzka mikilmenni, sem ekki var bara prest- ur og skáld, heldur einnig tónskáld og lista- maður meö óvenjulega sköpunargáfu“ — eins og komist var að orði í dönsku dag- blöðunum. Henrik Lund orti til dæmis þjóð- söng Grænlendinga: Vort eldgamla land, — sem á grænlenzku heitir Nuraput utorqars- suanggoravit. ♦ Það bar við, er verið var að æfa útvarps- leikrit, sem fjallaöi um morð, — eitt af þessum leynilögregluleikritum, — að út- varpa þurfti hljóöi, sem gæfi til kynna að höfuðkúpa hefði verið brotin með exi. — Starfsmenn útvarpsins hömuðust við að höggva í allt milli himins og j arðar, — gul- rófur, næpur, hvítkálshausa, rauðkáls- hausa, sviðahausa o. s. frv. — en leikstjór- inn hristi höfuöið — þetta var kurteis mað- ur og sagði bara: Nei! — Þegar svo var komiö málum, að útvarpsstarfsmenn höfðu höggið í næstum allt, sem nærtækt var nema hausana hver á öðrum, og voru alveg að gefast upp, slæmdi einn þeirra öxi sinni í melónu, — og leikstjórinn kurteisi hopp- aði upp: — þarna kom það sagði hann — þetta var rétta hljóðið! Þá heyrðist bljúg og undrandi rödd frá hinum þreyttu útvarpsmönnum: — Og hvernig í fjandanum vitið þér það?

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.