Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 22

Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 22
166 Útvarpstíðindi 7. frásögn af sölumanninum ægilega: Alexander Botts EFTIR WILLIAM HAZLETT UPSON hafa sýnt honum svona glæsilega hversu Ánamaðka-dráttarvélin á auðvelt með að fara yfir dýki, og í stað þess að þakka mér fyrir að ég bjargaði lífií hans með því að stöðva hann rétt i þann mund er hann var að skjótast yfir bakkann og út í Missisippifljótið, byrjaði hann þegar að nota mjög fauta- legt orðbragð, sem ég mun ekki endurtaka að öðru leyti en því, að hann sagði mér að hann myndi ekki kaupa af mér dráttarvélina og hann vildi hvorki sjá mig né nokkuð af mínu andskotans vélaskrani oftar. Hann sagð- ist líka skyldi slá mig flatan í forina og hoppa ofan á andlitinu á mér, og það þurfti til sex nærstadda, til að hindra hann í að gera þetta. Og þótt þeir væru sex, áttu þeir í fullu fangi með að halda honum, einkaniega vegna þess, hversu blautt var á og sleipt vegna rigningarinnar. Þar sem ég er fæddur sölumaður, sá ég þegar í hendi mér, að þetta var ekki sú heppilega stund til að halda neina dráttarvélasöluræðu yfir herra Johnson. Ég ákvað að bíða betri tíma, og gekk aftur að dráttarvélinni og var virðulegur í fasi, en leit samt um öxl til að ganga úr skugga um að herra Johnson hefði ekki sloppið frá náungunum, sem héldu honum. Eftir að þeir höfðu tekið herra Johnson með sér aftur til borgarinnar, á- kvað ég að reynast honum góður drengur og dró vörubílinn hans í bæinn og skildi við hann á bílaverkstæði til viðgerðar. Því sem eftir var dagsins eyddi ég í smávegis uppgjör, sem ég setti á kostnaðarreikninginn minn frá því í gær — og svo í það að skrifa þessa skýrslu. Þegar ég loks gekk svo til hvílu um miðnætti, brann hjarta mitt af stolti yfir því, hversu mjög ég hafði áorkað á fyrsta degi í þjónustu hins mikla dráttarvinafélags Bændavinurinn, — fram- leiðanda „ánamaðkadráttarvélarinnar". Þótt ég hafi ekki selt neitt ennþá, get ég státað af þeirri beztu dráttarvélasýningu, sem enn hefur verið á boðstólum í Cyprus City Missisippi. Eftir morgunverð í morgun fékk ég heimsókn. Það var snotri, velklæddi maðurinn, sem tók mig upp í kerruna sína í gær. „Ég verzla með trjávið," sagði hann. „og ég á mikið af cyprusviði úti í fenj- unum, og langar að ná honum hingað. Ég hef ekki getað hreyft þetta timbur vegna þess, hversu jarðvegurinn hefur verið gljúpur. En svo sá ég dráttarvél- ina draga þennan þunga og stóra vörubíl yfir fenið í gær, og ég er viss um, að hún er einmitt verkfærið, sem mig vantar til þess arna. Mér skilst að verðið sé 6000 dollarar, og ef þú vilt selja mér þessa vél hér og nú skal ég fara með þér í bankann og fá þér staðfesta ávísun fyrir upphæðinni.“ „Jæja,“ sagði ég, „ég átti nú að selja honum herra Johnson þessa vél, en hann hefur átt kost á henni og ekki notfært sér hann, svo að það er alveg eins gott að selja yður hana.“ „Ég fæ nú ekki skilið hvers vegna þú lézt hann hafa forkaupsrétt," sagði vel klæddi maðurinn. „Þegar hinn sölumaðurinn ykkar, hann Healy, kom hing- að, fékk hann betri undirtektir hjá mér en nokkrum öðrum, sem hann talaði við. Og hann sagðist myndi senda hingað dráttarvél og sýna mér hvernig hún ynni.“

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.