Viðar - 01.01.1939, Page 20
Í6 BJARNI Á LAUGARVATNI PIMMTUGUR [ViÓ’ar
lega öi'látt á fé til Laugarvatnsskólans. Ég geri ráð fyrir
því, að það sé rétt, að fyrstu tvö árin hafi þetta verið svo,
enda mun ríkisstjórnin hafa litið á það sem sóma fyrir
þjóðina að eignast í þessum fjölsótta skóla og vinsæla gisti-
og skemmtistað innlendra og erlendra manna myndarlegan
húsakost. Allir munu nú vera þakklátir þáverandi kennslu-
málaráðherra, sem sýndi þá fyrirhyggju og framsýni að
hindra ekki fjárframlög ríkisins samkvæmt héraðsskóla-
lögunum við það takmarkaða fé, sem héraðsbúar gátu lagt
fram til skólans, enda hefði þá verið öðru vísi um að litast
á Laugarvatni nú. En mörg síðustu árin hefur Laugarvatns-
skólinn engan fjárstyrk fengið af hinu opinbera til húsa-
bóta, heldur hefur verið reynt að miðla hinum héraðsskól-
unum nokkru fé til að auka við húsakost þeirra, svo sem
rétt var.
En framkvæmdir hafa þó alltaf verið miklar á Laugar-
vatni. Umhverfi skólans hefur verið lagfært ög prýtt og
hefur farið stórfé í þær umbætur. Þá hefur og skólinn
keypt alla jörðina Laugarvatn og þegar lagt þar mikið í
kostnað. Vélar hafa verið keyptar, fjós og hlaða stækkuð
um helming frá því, sem áður var, mikið unnið að jarða-
bótum, gripum fjölgað o. s. frv.
Á bak við allar þessar framkvæmdir stendur fyrst og
fremst einn maður, skólastjórinn á Laugarvatni. Hann er
ekki einungis mikill skólastjóri, heldur líka stórhuga og
framtakssamur bóndi, og takmarki hans með skólabúinu
er langt frá því að vera náð.
Hina ríku hneigð Bjarna til búskapar má væntanlega
rekja til bernsku- og æskuáranna. Hann er alinn upp í
sveit. fæddur í Rangárvallasýslu, en var unglingsár sín í
Árnessýslu. Dýrin urðu því snemma vinir hans, og þau hafa