Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 3

Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 3
BANKABLAÐIÐ 1. ÁRG. | SEPTEMBER 1935 \ 2. TBL. / Landsbanki Islands 50 ára. Nokkrir þæitir úr sögu bankans. Efiir A. J. Jobnson. Aðdragandi og undirbúningur. Alþingi 1881. Eftir að íslendingar fengu fjárfor- ræði með stjórnarskránni 1874, fór smátt og smátt að lifna yfir verkleg- um umbótum og framförum. Stærri og djarfari hugsjónir í þeim efnum en áð- ur þekktust fóru að fæðast, og svo að taka á sig mynd veruleikans. Alþingi, sem var endurreist 1845, átti t. d. ekkert sérstakt hús fyrr en 1881. Það var ekki fyrri en á þriðja löggefandi þingi, 1879, að Alþingi á- lyktaði að skora á stjórnina (dönsku), að láta byggja hús handa Alþingi. Varð hún við þeirri áskorun, enda hafði þingið veitt fé til byggingarinn- ar í fjárlögum 1880—1881. Horn- steinn Alþingishússins var lagður 9. júní 1880, og var í hann múrað silfur- spjald, og á það grafið m. a. þessi fögru orð: „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa". Hinn 1. júlí 1881 kemur Alþingi saman í fyrsta sinn í hinu nýja Alþingishúsi, og við það tækifæri seg- ir landshöfðinginn (Hilmar Finsen), að það sé „hið skrautlegasta og örugg- asta hús, er nokkurn tíma hafi verið reist á íslandi, landi og lýð til sóma, og niðjum vorum til minnis um það, að á fyrsta kosningartíma stjórnarfrelsis- ins hafi Alþingi íslendinga í samverkn- aði við stjórnina haft vilja og dug til að framkvæma eins fagurt og stórkost- legt verk“. Síðan biður hann guð að „blessa og varðveita húsið, og láta íinnleikann æfinlega ríkja í því, svo að fulltrúar þjóðarinnar og þjóðin sjálf og landið, verði frjálst í réttum og sönnum skilningi þessa orðs“. Hér hefir stuttlega verið drepið á byggingu þinghússins, fögnuðinn yfir henni, og óskirnar í sambandi við hana, af því að hér varð fyrsta og stærsta hugsjónin að veruleika, eftir að þjóðin fékk fjárforræði, og einnig af því, að á þessu fyrsta þingi í hinni nýju þinghúsbyggingu fæddist sú hug- sjón, að stofna Landsbankann. Lánsiélagið, Sjálfsagt hafa hugsjóna-, áhuga- og framfaramenn þjóðarinnar áður en hér er komið sögu fundið það, að vönt- un á lánsstofnun í landinu var versti þröskuldurinn á leið framtaks og framfara. Tilraunir höfðu verið gerðar í þá átt, að fá þjóðbankann danska og jafn- vel fleiri banka í Kaupmannahöfn til að stofna útibú hér á landi, en þeir voru ekki fáanlegir til þessa, vegna

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.