Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 4

Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 4
18 BANKABLAÐIÐ ótta við að bankastarfsemi hér á landi gæti borgað sig. Viðlagasjóður (varasjóður lands- sjóðs), sem um þessar mundir var að upphæð um 700 þús. kr., var helzta hjálparhellan, þegar menn eða stofn- anir þurftu að fá lán. En vitanlega gat hann ekki lánað, nema í mjög smáum stíl, og mátti helzt ekki festa fé sitt. Landshöfðinginn hefir sennilega bent dönsku stjórninni á, að svona gæti þetta ekki gengið til lengdar. Landið yrði að fá lánsstofnun. Og líklega fyrir hans tilmæli leggur stjórnin fyrir Al- þingi 1881 frv. til „laga' um stofnun lánsfélags fyrir eigendur fasteigna á ís- landi“. Lánsfélag þetta var sniðið eftir dönskum lánsfélögum, og var að mörgu leyti í líku formi og veðdeild síðari tíma. Það átti að gefa út skuldabréf, tryggð með fasteignum, og lána þau svo út. Landssjóður átti að vera hlut- hafi í félaginu með 200 þús. kr., og áttu allar jarðeignir landssjóðs að vera þeim til tryggingar, en þær voru þá taldar 1 millj. kr. virði. Höfuðann- markinn við þessa stofnun var sá, að eigi var hægt að benda á fé svo nokkru næmi til kaupa á bréfum félagsins. Þegar frv. þetta kom til umræðu í neðri deild, skiptust þingmenn strax í andstæða flokka um það. Vildi annar flokkurinn hiklaust samþykkja það, og taldi að því mikla bót. Voru þeir Grím- ur Thomsen, Tryggvi Gunnarsson og Þorsteinn Thorsteinsson, auk lands- höfðingja, fyrirliðar þess flokksins. En foringi andstæðinga frv. í n. d. var síra Arnljótur Ólafsson, og fylgdu honum fast að máli Jón Jónsson lands- höfðingjarítari og Jón Ólafsson rit- stjóri. Töldu þeir, að frv. kæmi alls ekki að tilætluðum notum til að bæta úr lánsþörfinni. Umræður um frv. urðu bæði langar og allharðar, því að þarna leiddu saman hesta sína helztu skör- ungar þingsins, en málinu lauk í n. d. á þá leið, að frv. þetta var samþykkt með 13 atkv. gegn 10, en svo var kapp- ið mikið í andstæðingunum, að þeir kröfðust nafnakalls um það, sem var fremur óvenjulegt á þeim tímum. Fór frv. nú til efri deildar. Hún skipaði þriggja manna nefnd til að at- huga það, og urðu fyrir valinu: Jón Pétursson háyfirdómari, Einar Ás- mundsson bóndi í Nesi og Skúli Þor- varðarson bóndi á Berghyl. Sömdu þeir ítarlegt nefndarálit, og segja þar m. a.: „Vér ætlum að lánsfélagið, með þeirri tilhögun, sem frv. ræðir um, hljóti að verða um of kostnaðarsamt fyrir landssjóðinn, en á hinn bóginn tæplega bæta að því skapi úr þörfum landsmanna, eða uppfylla óskir þeirra“. Og í þingræðu lét Einar í Nesi svo um mælt, ,,að það hlyti að vera öllum ljóst, að þessi stofnun, sem kölluð er lánsfélag, er ekki annað en tafl með pappíra, og getur því varla heitið pen- ingaverzlun". Frv. um stofnun Landsbanka. Sömdu þeir þremenningarnir nú frv. „til laga um stofnun Landsbanka á ís- landi“, og báru það fram í efri deild 8. ág. 1881. Má því með réttu segja, að þessir 3 menn séu feður Landsbankans, því að þarna kemur sú hugsun fyrst fram á þingi, að stofna hann. í framsöguræðu getur Eínar í Nesi þess, að hann skoði Jón Pétursson „sem

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.