Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 11

Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 11
BANKABLAÐÍÐ 25 Er þar ákveðið m. a., að sá, er vill hafa hlaupareikning, skuli greiða fyrir það 12 kr. á ári fyrirfram. Vextir af hlaupareikningsfé máttu vera 1 ^ í hæsta lagi, og ein greinin í reglugerðinni er svohljóðandi: „Eng- inn, sem hlaupareikning hefir við bank- ann, má ávísa meira fé en hann á inni, að öðrum kosti greiði hann sekt til bank- ans, er sé að upphæð 1 % af þeirri upp- hæð, sem fram yfir er, og tekst hún af því fé, sem hann á 1 bankanum". Innlög í hlaupareikning voru ekki byrjuð fyrr en 1888, og í árslok það ár er innstæðan í hlr. aðeins 103 krónur. Þróun og vöxtur. Hér fara á eftir nokkrar tölur, sem sýna hvernig bankinn hefir þróast og vaxið á liðnum árum. Að sjálfsögðu ber þó að hafa í huga við samanburð á töl- um frá fyrri tíð, og nálægri tíð eða nú- tíðinni, hina miklu breytingu, sem orð- ið hefir á gildi peninga hér á landi á liðinni hálfri öld. I árslok 1887, þegar bankinn hafði starfað í hálft annað ár, átti hann úti- standandi í lánum 630 þús. kr.,1 2) og í víxlum og ávísunum aðeins tæp 5 þús. kr. Hjá landssjóði hafði hann þá feng- ið í seðlum 375 þús. kr., og sparisjóðs- féð var 352 þús. kr.-) Kostnaður við „bankahaldið“ (rekst- urskostnaður) þetta fyrsta heila ár, sem hann starfaði, var 6.768,00 kr., þar af voru laun kr. 5.500,00. Af þessum 5.500,00 krónum fékk framkvæmdar- stjóri 2.000,00 krónur, gæzlustjórar 1) Af þeirri upphæð tók hann við af Spari- sjóði Reykjavíkur yfir 200 þús. kr. 2) Minni tölum en heilu þúsundi er sleppt. 500,00 krónur hvor, bókari og féhirðir 1.000,00 kr. hvor, og endurskoðandi af- ganginn. Húsaleiga, ljós, hiti og ræsting kostaði ekki nema 470,00 kr„ og allur annar kostnaður, svo sem bækur, rit- föng, prentun o. fl„ tæpar 800,00 kr. Aðalupphæð efnahagsreikningsins þetta fyrsta heila starfsár var 801 þús. kr. 1895 átti bankinn úti í lánum 1 milljón og 16 þús. kr. og í víxlum og ávísunum 47 þús. kr. Seðlar í umferð voru þá V2 millj. kr„ inneignir í hlaupareikningi 153 þús. og sparisjóðsfé 933 þús. kr. Kostnaður við rekstur bankans þetta ár var um 14 þús. kr. Aðalupphæð efnahagsreiknings var kr. 1 millj. 797 þús. kr. 1905 átti hann í lánum 2 millj. 884 þús. kr. í víxlum og ávísunum 900 þús. kr. Seðl- ar í umferð 750 þús. kr. Innstæðufé í hlaupareikning var 451 þús. kr. og í sparisjóði 2 millj. 495 þús. kr. Bankareksturinn kostaði rúm 40 þús. kr. Aðalupphæð efnahagsreiknings var 4 millj. 955 þús. kr. 1915 er upphæð lána orðin 3 millj. 129 þús. kr„ og víxla og ávísana 2 millj. 822 þús. kr. Seðlar í umferð 750 þús. kr.; inn- eignir í hlaupareikningi 670 þús. kr.; sparisjóðsfé 5 millj. 714 þús. kr„ og inn- stæðufé á innlánum 902 þús. kr. Rekst- ur bankans kostaði 89 þús. kr. Aðalupp- hæð efnahagsreiknings 12 millj. 76 þús. kr.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.