Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 12

Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 12
BANKABLAÐIÐ 26 1925. Lán 12 millj. 529 þús. kr. Víxlar og ávísanir 22 millj. 259 þús. kr., lán í hlaupareikningi 936 þús. kr., endur- keyptir víxlar 3 millj. 983 þús. kr. SeSl- ar í umferð 4 millj. 451 þús. kr. Inn- eignir í hlaupareikningi 7 millj. 578 þús. kr., í sparisjóSi 24 millj. 421 þús. kr., og á innlánum 4 millj. 773 þús. kr. Reksturskostnaður 608 þús. kr. Aðal- upphæð efnahagsreiknings 52 millj. 393 þús. kr. Samkvæmt lögum frá 1922, átti bank- inn að setja í umferð þá seðla, er nauð- syn krefði (auk sinna upphaflegu seðla) umfram það, sem Islandsbanki mátti hafa úti í seðlum. Af þessum seðlum, ef þeir voru ekki tryggðir með málmi, greiddi bankinn gjald í ríkissjóð, sem var ákveðið 2 % undir forvöxtum hans. En 1928 fékk bankinn einkarétt til seðlaútgáfu í landinu, eins og fyrr er getið. 1934. Þá á bankinn útistandandi í lánum 16 millj. 76 þús. kr. í víxlum og ávísun- um 30 millj. 53 þús. kr., og endurkeypt- um víxlum 5 millj. 282 þús. kr. Seðlar í umferð 6 millj. 125 þús. kr. Innstæðu- fé í hlaupareikningi var 5 millj. 439 þús. kr., í reikningslánum 126 þús. kr., í sparisjóði 30 millj. 108 þús. kr., og á innlánsskírteinum 4 millj. 763 þús. kr. Kostnaður við rekstur bankans var 747 þús. kr., og að auki 30 þús. kr.; kostn- aður við seðlagerð, en nú er verið í þriðja skipti að skipta um seðla (þ. e. form og útlit seðlanna). Aðalupphæð efnahagsreiknings 1934 er 66 millj. 685 þús. kr. Útibúin, eftir að þau eru stofnuð, eru að sjálfsögðu tal- in hér með. Veðdeildin. eða fasteignalánadeild bankans var stofnuð árið 1900. Hefir hún síðan gef- ið út 10 flokka af bankavaxtabréfum. Voru í umferð af þeim rúmar 25 millj. kr. við s.l. áramót. I árslok 1934 hafði veðdeildin lánað frá upphafi 6.939 lán, að upphæð sam- tals 35 millj. 530 þús. kr. Á sama tíma var tala þeirra lána, sem enn standa, 3.842 og er upphæð þeirra samtals 23 millj. 937 þús. kr. Varasjóður veðdeildarinnar var um sl. áramót 1 millj. 190 þús. kr., og inn- eign hennar hjá bankanum sjálfum rúmar 2 millj. kr. Aðalupphæð efnahagsreiknings veð- deildarinnar var 31. des. sl. 26 millj. 871 þús. kr. Útibúin. I fyrstu lögum bankans frá 1885 var fyrirskipað, að bankinn skyldi með sam- þykki landshöfðingja, „svo fljótt sem auðið er, setja á stofn aukabanka eða framkvæmdarstofur fyrir utan Reykja- vík, einkum á Akureyri, Isafirði og Seyðisfirði“. Af þessu varð þó ekki fyrr en árið 1902, þá er fyrsta útibúið stofn- að á Akureyri. Það næsta er stofnað á ísafirði 1904. Útibúin á Eskifirði og Selfossi eru svo stofnuð 1918. 1930 var sett á stofn útibú í Hafnar- firði, og útibú Austurbæjar 1931. Tvö hin síðastnefndu hafa aðallega með höndum hlaupareiknings- og spari- sjóðsviðskipti, og teljast bæði hluti af sparisjóðsdeild höfuðbankans. Stjórn- endur útibúanna hafa þessir verið:

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.