Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 13

Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 13
BANKABLAÐIÐ 27 Á Akureyri: Júlíus Sigurðsson 1902—1931. Ólafur Thorarensen 1931 og síðan. Á ísafirði: Þorvaldur Jónsson 1904—1914. Jón Auðunn Jónsson 1914—1923. Helgi Guðmundsson 1923—1926. Sigurjón Jónsson 1926 og síðan. Á Eskifirði: Árni Jóhannsson 1918—1919. Guðm. Loftsson 1919—1924. Þorgils Ingvarsson 1924—1932. Jón Grímsson 1932 og síðan. Á Selfossi: Eiríkur Einarsson 1918—1930. Hilmar Stefánsson 1930 til 15. þ. m. / Hafnarfirði: Helgi Magnússon frá byrjun til loka síðasta mánaðar, er Sveinn Þórðarson tók við. Viðskiptabankar. Við stofnun bankans var mönnum það strax ljóst, að nauðsynlegt væri fyrir hann að komast í viðskiptasam- band við erlenda banka, einn eða fleiri, enda þótt verzlunin við önnur lönd væri sízt lífleg um það leyti eftir hallæris- árin. Árið 1881 nam verð innfluttrar og útfluttrar vöru samtals 13 millj. 400 þús. kr., en 1885 er þetta komið niður í 9 millj. 800 þús. kr. Hafði því lækkað á þessum árum um rúmlega 3Va millj. kr. eða nokkuð meira en fjórða hluta. Og á sama tíma hafði fólkinu fækkað um 1500 manns; var aðeins rúmar 70 þúsundir 1885. Ástandið var ekki glæsi- legt, hvorki að því er snerti verzlun eða annað, og meðfram af þeim sökum, ef til vill, hefir það verið, að bankinn hafði engan viðskiptabanka erlendis fyrr en 1889. Þá varð Landmandsbank- inn í Kaupmannahöfn viðskiptabanki hans, og hefir verið það alla tíð síðan. En er tímar liðu, og viðskipti fóru vax- andi við aðrar þjóðir, urðu þeir fleiri og fleiri, og nú hefir bankinn viðskipta- banka í þessum löndum: Skotlandi 1, Englandi 5, Canada 1, Bandaríkjunum 1, Sviss 1, Hollandi 1, Belgíu 1, Þýzkalandi 1, Danmörku 2, Noregi 3, Færeyjum 1, Svíþjóð 2, Finnlandi ,1- Frakldandi 1. Viðskipti við suðurlönd fara aðallega fram með milligöngu enskra banka. Húsakynni. Á liðinni hálfri öld hefir bankinn haft húsakynni á fjórum stöðum í bænum, í fimm húsum. Fyrst leigði hann í húsinu nr. 3 við Bankastræti (og við það fékk gatan þetta nafn, hét áður Bakarastíg- ur), sem þá og lengi síðan var eign Sig- urðar Kristjánssonar bóksala. Mun bankinn í upphafi hafa byrjað störf í tveimur eða þremur fremur smáum herbergjum niðri í því húsi. I þessu húsi hafði hann aðsetur þang- að til 17. ágúst 1899, að hann flutti í eigið hús, er þá var nýbyggt í Austur- stræti. Það hús þótti þá mikil bygging og vegleg í alla staði, og kostaði um 80

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.