Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 16

Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 16
30 BANKABLAÐIÐ en 97 að meðtöldu bankaráði, banka- stjórum og endurskoðendum. Árið 1906 er þess getið í ítarlegri grein um bankann í Lögréttu (eftir H. J.), að afgreiðslur bankans árið áður hefðu verið um 24 þús. í sparisjóði og víxlum (en þá voru aðrar afgreiðslur fremur litlar), og verður afgreiðslu- fjöldi þá líklega ekki yfir 85 á dag að meðaltali. Þá er þess og getið, að sama ár (1905) hafi bankinn þurft 900 kr. fyrir frímerki. Hér er vitanlega átt við aðalbankann. Síðastliðið ár (1934) var af- greiðslufjöldinn í afgreiðslusal aðal- bankans 249 þúsund, eða rúmar 800 af- greiðslur á dag til jafnaðar. Og sama ár voru send frá aðalbankanum 74 þús. 718 bréf og í burðargjald undir þau greiddi hann kr. 16.026,49. Er þetta um 241 bréf á dag til jafnaðar. En bréf, sem hann meðtók 1934, hafa verið um eða yfir 100 þúsund. 1. jan. 1929 var stofnaður „eftir- launasjóður starfsmanna Landsbanka íslands“. Eignir sjóðsins voru 31. des. sl. rúml. 210 þús. kr. Iðgjöld sjóðsins nema nú árlega um 25 þús. kr. Eins og áður er vikið að, mælir 1. gr. í lögum bankans frá 18. sept. 1885 svo fyrir, að höfuðverkefni hans og tilgang- ur sé sá, að greiða fyrir peningavið- skiptum í landinu, og styðja að fram- förum atvinnuveganna. Vissulega verð- ur ekki annað með sanni sagt nú á fimmtugsafmælinu, heldur en að bank- inn hafi innt þetta hlutverk sitt af hendi sómasamlega. Hann hefir á lið- inni hálfri öld stutt landbúnað og sjáv- arútveg, verzlun, samgöngur og iðnað o. fl., sem landsins synir og dætur hafa ráðizt í, sjálfum sér og þjóðinni til gagns og heilla. Hann hefir áreiðanlega mörgum sinn- um á hinum liðna tíma flutt framtaks- semi, sparsemi, atorku og dugnað inn á fjölda heimila í landinu, eins og Bene- dikt Sveinsson sýslumaður óskaði að hann gerði, þegar hann hóf göngu sína. Og sú er nú vafalaust ósk þjóðarinn- ar til bankans á þessum tímamótum, að hann á ókomnum tímum haldi áfram að flytja hinar góðu dyggðir inn í hús landsmanna, og jafnframt, að hann verði æfinlega það óbifanlega bjarg í íslenzku þjóðlífi, sem stenzt alla brot- sjói úr hvaða átt sem þeir koma. OLIVETTI sterkbyggðar, falleggar og með skýru letri. H. Ó/afsson & Bernhöft.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.