Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 1

Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 1
BANKABLAÐIÐ 1. ARG. OKTÓBER 1935 3. TBL Stöðuveitingar við Útvegsbanka ísiands h.f, Skýrsla stjórnar „Félags starfsmanna Útvegsbanka íslands h.f." Vér verðum um stund að líta aftur til ársins 1932. Starfsmenn Útvegsbanka íslands h.f. eru nú, vegna dýrkeyptrar reynslu, loksins farnir að bera ráð sín saman um það, á hvern hátt þeir geti varið réttindi sín í framtíðinni. 27. des- ember 1932 skilar nefnd meðal annars þessu áliti: „ ... Við getum víst öll verið sammála um það, að slíkur fastbundinn félags- skapur er, — eins og tímarnir nú eru orðnir, — bráðnauðsynlegur, og getur orðið að bitru vopni í þeirri baráttu, sem starfsmenn bankans verða að hef ja gegn því, að þeir verði í framtíðinni, eins og hingað til, rændir þeim stöðum innan bankans, sem þeir vegna margra ára reynslu og þekkingar eru sjálfkjörn- ir í. Þetta er því það aðalatriði, sem okkur f innst að hver verðandi f élagsmað- ur verði að gera sér fyllilega ljóst, og jafnframt hvort innan þessa banka séu þrír starfsmenn, sem þeir geta fyllilega treyst til þess að fara með ótakmarkað umboð sitt og það mikla vald, sem slik samtök skapa ...". Hinn 1. júní 1933 eru lög fyrir Félag starfsmanna Útvegsbanka Islands h.f. samþykkt og sett föst lagafyrirmæli um . .. ,,Að vinna að bættum kjörum félags- manna í bankanum, stuðla að því, að þeir gangi fyrir öðrum, er stöður losna við bankann eða útibúin ...". Meginþátturinn í störfum félagsins hefir verið sá, að leita samkomulags við stjórn Útvegsbankans um fyrrgreind at- riði. Stjórn félagsins hafði því gengið tryggilega frá því við bankastjóra tJt- vegsbankans, — að vísu munnlega, — að starfsmenn bankans sætu fyrir að öðru jofnu, þegar eftirsóknarverðar stöður væru lausar innan bankans. Um síðustu áramót u'rðu uppvísar misfellur á starfi eins manns í útibúinu á Isafirði, sem sökum þess var látinn fara, og héðan sendur maður til þess að taka við starfi hans. Þó bankastjórnin gerði þessar ráðstafanir, að hún sendi Adolf Björnsson, sem var nýkominn í bankann, — án íhlutunar félagsins, var það látið óátalið vegna þess, að hann var vel menntaður og hafði getið sér góðan orðstýr þann tíma (frá því í júní 1934), sem hann hafði starfað hér í aðalbankanum. Aðalbankastjóri Út- vegsbankans Helgi Guðmundsson, sigldi til útlanda nokkru eftir að þetta gerð- ist, og kom þá fyrir í f jarveru hans sá merkilegi atburður, sem eftirfarandi bréf frá starfsfólki útibúsins á ísafirði, skýrir frá: „Það er þegar kunnugt, að Sigurður

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.