Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 4

Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 4
48 BANKABLAÐIÐ Það getur orðfð full ljóst af framan- rituðu, að starfsfólk bankans sótti um fyrrgreindar stöður í góðri trú. Menn urðu því fyrir miklum og óvæntum von- brigðum, þegar útibússtjórastaðan við útibú bankans á Akureyri var veitt Svaf- ari Guðmundssyni, atburður, sem hafði í för með sér leiðinlegar afleiðingar á þann hátt, sem um getur í eftirfarandi bréfi, sem var undirritað af meiri hluta starfsmanna bankans hér, en skýrsla Svanbjarnar er ekki birt, og er það sam- kvæmt ósk hans, en þess verður að geta, að aðalbankastjóri gerði sitt til að ná samkomulagi við Svanbjörn, sem taldi sig eftir atvikum ekki geta samþykkt til- boð hans: „Reykjavík, 11. september 1935. Herra bankaráðsformaður Stefán Jóhann Stefánsson, Reykjavík. Eftir því sem stjórn Starfsmannafé- lagsins hefir skýrt oss frá, þá hefir framkvæmdastjórn Útvegsbanka Islands h.f. gefið þeim ákveðið loforð um, að ekki væri gengið fram hjá hæfum fé- lagsmönnum með stöðuveitingar innan vébanda bankans. Af meðfylgjandi afriti af skýrslu fé- laga okkar, Svanbjarnar Frímannsson- ar, fyrrv. gjaldkera útibús Útvegsbank- ans á Akureyri, er og ljóst, að Helgi Guðmundsson bankastjóri hefir talað við hann um vilja sinn og getu í þessu efni. Með tilvísun til fyrirliggjandi upplýs- inga, þá mótmælum vér undirritaðir starfsmenn Útvegsbankans eindregið þeirri óviðunandi meðferð, sem starfs- mannafélagið og starfsbróðir okkar hef- ir verið látinn sæta, og berum hér með fram við hæstvirt bankaráð og við fram- kvæmdastjórn Útvegsbanka íslands, all- ir sem einn, þá réttmætu kröfu, að nú þegar verði leitað samkomulags við Starfsmannafélagið um viðeigandi bæt- ur til handa Svanbirni fyrir það tjón, sem tvímælalaus ádráttur um útibús- stjórastöðuna og af þeim ástæðum stöðu- missi hefir bakað honum. Vér viljum einnig taka það skýrt fram, að vér álítum það vera óverðskuld- aða móðgun við Starfsmannafélagið, ef félagar þess verða ekki eins og umsamið er látnir sitja fyrir framvegis, þegar um trúnaðarstöður er að ræða innan vé- banda bankans. Virðingarfyllst. (Undirskriftir starfsmanna).“ Til þess að hnekkja því áliti, að stjórn starfsmannafélagsins hafi ekki gert það sem í hennar valdi stóð til að koma í veg fyrir frekari vonbrigði, þá má upplýsa hér, að hún átti samtal við núvei'andi formann bankaráðsins þann 23. sept. í því skyni að koma í veg fyrir, að því yrði slegið föstu, að allar réttmætar umleit- anir og loforð til handa starfsmannafé- laginu yrði haft að engu, á þann hátt, sem gert var síðar sama dag, með því að Sigurður Guðmundsson var skipaður gjaldkeri útibúsins á fsafirði frá 1. okt. n.k., þrátt fyrir ákveðin meðmæli úti- bússtjórans með óðrum umsækjanda, Adolf Björnssyni. Framangreind skýrsla er gefin sam- kvæmt fundarályktun dags. 27. þ. m. Reykjavík, 29. september 1935. I stjórn Starfsmannafélags Útvegsbanka íslands h.f. Jóhann Árnason. Guðmundur Ólafs. Henrik Thorarensen.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.