Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 5

Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 5
BANKABLAÐIÐ 49 Mófmæli gegn sföðuveifingum í Úfvegsbanka íslands h.f. Félag starfsmanna Landsbanka ís- lands samþykkti á mjög fjölmennum fundi, hinn 3. október, svolátandi til- lögu, með samhljóða atkvæðum: „/ tilefni af skýrslu þeirri frá Fé- lagi starfsmanna Útvegsbanka ís- lands h.f., sem lesin var upp á þess- um fundi, viðvíkjandi stöðuveitingum í bankanum, lýsir Félag starfsmanna Landsbanka íslands fyllstu vanþókn- an sinni á meðferð Útvegsbanka- stjórnarinnar á starfsmönnum bank- ans í máli þessu, og skorar á stjórn Sambands íslenzkra bankamanna að standa óskift með Félagi starfsmanna Útvegsbanka íslands h.f., gegn jafn augljósu ranglæti“. Það kom greinilega í ljós á fundinum, að allir félagsmenn voru einhuga um þessa tillögu. Voru allir ásáttir með, að hér væri um að ræða óafsakanlega fram- komu gagnvart Félagi starfsmanna tJt- vegsbanka íslands h.f., og að þessar framkvæmdir væru móðgun við banka- starfsmenn almennt. Því var beint til stjórnar Sambands íslenzkra banka- manna að vinna djarflega að því, að ráðstafanir yrðu gerðar til þess, að slík misbeiting á stöðuveitingum í framtíð- inni, sé útilokuð. Frá sfjórn Sambands íslenzkra bankamanna: Samkvæmt ósk stjórnar Félags starfs- manna Útvegsbanka íslands h.f., birtist hjer í blaðinu skýrsla um ágreining, sem orðið hefir milli stjórnar bankans og starfsmanna hans, út af veitingum á stöðum í útibúum bankans á Akureyri og Isafirði. Skýrslu þessari fylgja ályktanir, sem samþykktar hafa verið í starfsmanna- félögum beggja bankanna. Stjórn Sambands íslenzkra banka- manna telur, að skýrsla þessi greini svo rækilega frá málavöxtum, að ekki sé ástæða til að bæta við hana öðru en því, að það er álit sambandsstjórnarinnar, að hér sé um alvarlegar misfellur að ræða, sem ekki megi endurtaka sig, og vill mjög alvarlega beina því til stjórna bankanna, að taka sjálfsagt tillit til starfsmanna þegar um stöðuveitingar er að ræða, svo sem þeir telja, að fyrir- heit hafi verið gefin um.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.