Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 8

Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 8
52 BANKABLAÐIÐ v RPNE° cA k ^cíej^ STÁLSKÁPAR fyrir bréf og skjöl eru nauð- synlegir hverri skrifstofu. ENNFREMUR: Spjaldskrárskápar, skrif- borð, skrifborðsstólar. Fjölritarar, kopiuvélar og fl. H. Ólafsson & Bernhöft. Einkaumboðsmenn á íslandi fyrir RONEO, Ltd. London. Verzlunin Egill Jacobsen hefir ávallt fjölbreyftar birgðir af allri vefnaðarvöru, prjána- vöru og allskonar fllbúnum kven- og barna-nærfatnaði. Einnig Sumarfrakka, Regn- frakka, M a n ch e tf s ky rt u r, Hatta, Húfur og margt fleira. Eiff hneykslið enn. í sumar, þegar gjaldkeri Búnaðar- banka íslands lézt, en hann hafði ver- ið ákipaður í stöðuna þegar bankinn tók til starfa, var fylgt þeirri sjálf- sögðu reglu að setja einn af starfs- mönnum bankans í stöðuna. Banka- starfsmenn yfirleitt gengu út frá því sem gefnu, að í stöðuna yrði skipaður vanur og hæfur bankamaður, en svo undarlega vildi til, að fyrir valinu varð aldraður kaupfélagsstjóri, sem aldrei hefir starfað í banka og var öllum bankastörfum ókunnur. Þeir, sem stöðuna hafa veitt, munu ef til vill afsaka sig með því, að gjald- kerinn er fyrrst var skipaður, hafi ekki heldur verið bankamaður. Það var hann að vísu ekki (og ber að átelja stöðuveitinguna undir þeim kringum- stæðum), en ólíku er þó saman að jafna. Hinn látni var að sönnu kunnur sómamaður og alvanur peningavið- skiptum, en aðalástæðan til afsökunar á veitingu stöðunnar felst í því, að Búnaðarbankinn hafði yfir mjög tak- mörkuðu fjármagni að ráða og útlit fyrir hraðfara eflingu hans lítil. Mátti því ætla, að lítt vönum manni tækist að rækja starfið sæmilega. Ennfremur er því ekki að leyna, að bankastarfs- menn sættu sig við ráðstöfunina án mótmæla, vegna þess, að þáverandi starfsmaður Landsbanka fslands, hr. bókari Þórður Sveinsson, var skipaður aðalbókari í Búnaðarbankanum. (Þess má geta hér, að sagt er, að ráðstöfunin um aðalbókarastarfið hafi verið fram- kvæmd vegna kröfu bankastj. P. E. Ól. og hafi hann gert þessa stöðuveitingu

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.