Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 10

Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 10
54 BANKABLAÐIÐ Happdræití Háskóla Islands Eftir eru á þessu ári 2950 vinningar að upphæð 643 þúsund krónur. Hæsti vinningur 50 þúsund krónur. Ekkí er seinna vænna. um þá komnir í bankann, áttum ekki von á neinum slíkum sjóði. Við urðum því að taka aðrar leiðir til þess að sjá okkur og fjölskyldum okkar fyrir nokkrum elli- styrk, eða dánarbótum, eftir því sem efni stóðu til. Fyrir mitt leyti gerði ég þetta og varði til þess árlegri greiðslu, eftir því sem ég sá mér fært, með því að kaupa lífsábyrgð. Svo kom Eftirlauna- sjóðurinn og varð þá, og er, fullerfitt að þurfa einnig að greiða 3 % af laununum í hann. Það er að vísu gott, að geta átt von á sæmilegum ellistyrk eða dánarbót- um, en það verða að vera einhver ráð til þess að standa straum af iðgjöldunum. Við eldri starfsmennirnir höfum einnig, eins og þeir yngri, haft lág laun og orð- ið að spara til þess að komast af. Mér virðist öldungis óverjandi að fara að hækka iðgjaldið við okkur, með tilliti til þess, sem ég hefi nú sagt. Þeir, sem komið hafa í bankann eftir að Eftirlaunasjóðurinn var stofnaður, eru allt öðruvísi settir en við vorum. Þeir gátu þegar í upphafi treyst á þenn- an sjóð og þurftu ekki að gera aðrar ráðstafanir til þess að fá ellistyrk eða dánarbætur. Frá þeirra sjónarmiði er auðvitað sjálfsagt að verja því fé, sem unnt er, til þess að þessi styrkur verði sem ríflegastur. — Á marga eldri starfs- menn er þegar búið að hlaða þeim gjöld- um, sem þeir með nokkru móti fá risið undir. Þ. .,Bankablaðið“, 2. tbl. Nokkur eintök verða seld í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.